Íslenski boltinn

Eyjakonur fá liðsstyrk frá Bandaríkjunum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Williams lék síðast í Kosta Ríka.
Williams lék síðast í Kosta Ríka. Heimasíða ÍBV

Varnarmaðurinn Annie Williams hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Eyjakonur mæta Þór/KA í fyrstu umferð þann 4. maí.

Hin bandaríska Williams er 24 ára gömul og lék með South Dakota í háskólaboltanum vestanhafs. Hún samdi við Deportivo Saprissa í Kosta Ríka á síðasta ári en hefur nú náð samkomulagi við Eyjakonur.

Williams lék með ÍBV í 4-1 sigri á ÍA í gær, en liðið undirbýr sig fyrir komandi átök í Pepsi Max-deildinni sem hefst með leik liðsins við Þór/KA í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 4. maí.

ÍBV hélt naumlega sæti sínu í deildinni í fyrra þar sem liðið lauk keppni í 8. sæti með stigi meira en FH sem féll í 1. deild.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.