Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 13:32 Hér má sjá þau Thomas Pesquet, Megan McArthur, Shane Kimbrough og Akihiko Hoshide í búningum SpaceX, sem þau munu klæðast við geimskotið á fimmtudaginn. SpaceX Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim. Þeir sem eru á leið út í geim að þessu sinni eru Shane Kimbrough og Megan McArthur frá NASA, Akihiko Hoshide, frá Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Thomas Pesquet, frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug SpaceX frá Kennedy Space Center í Flórída. Sama eldflaug var notuð til að skjóta fjórum geimförum til geimstöðvarinnar í nóvember. Sjá einnig: Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Til stendur að reyna að lenda eldflauginni á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída. Geimfararnir munu ferðast í Dragon-geimfari SpaceX og er það sama geimfar og var notað til að skjóta þeim Robert Behnken og Douglas Hurley til geimstöðvarinnar í lok maí í fyrra. Það var fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011 og í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendi menn út í geim. Samkvæmt tilkynningu á vef SpaceX mun það taka um tuttugu klukkustundir fyrir geimfarana að komast til geimstöðvarinnar. Þegar þeim áfanga verði náð, þá verði tvö Dragon-geimför tengd geimstöðinni og verður það sömuleiðis í fyrsta sinn sem það gerist. Skotglugginn svokallaði, það er tímaramminn sem til greina kemur að skjóta geimförunum á loft, opnast klukkan 10:11 á fimmtudagsmorgun. Veðursérfræðingar geimhers Bandaríkjanna segja litlar líkur á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið. Varaskotglugginn opnast 9:39 á föstudagsmorgun. Nú eru sjö manns um borð í geimstöðinni frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Japan. Þar af eru fjórir geimfarar sem SpaceX skaut á loft í nóvember og eiga þau snúa aftur til jarðar á miðvikudaginn 28. apríl. Sjá má hverjir eru um borð í geimstöðinni og frekari upplýsingar hér á vef NASA. Geimurinn SpaceX Tækni Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Þeir sem eru á leið út í geim að þessu sinni eru Shane Kimbrough og Megan McArthur frá NASA, Akihiko Hoshide, frá Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Thomas Pesquet, frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug SpaceX frá Kennedy Space Center í Flórída. Sama eldflaug var notuð til að skjóta fjórum geimförum til geimstöðvarinnar í nóvember. Sjá einnig: Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Til stendur að reyna að lenda eldflauginni á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída. Geimfararnir munu ferðast í Dragon-geimfari SpaceX og er það sama geimfar og var notað til að skjóta þeim Robert Behnken og Douglas Hurley til geimstöðvarinnar í lok maí í fyrra. Það var fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011 og í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendi menn út í geim. Samkvæmt tilkynningu á vef SpaceX mun það taka um tuttugu klukkustundir fyrir geimfarana að komast til geimstöðvarinnar. Þegar þeim áfanga verði náð, þá verði tvö Dragon-geimför tengd geimstöðinni og verður það sömuleiðis í fyrsta sinn sem það gerist. Skotglugginn svokallaði, það er tímaramminn sem til greina kemur að skjóta geimförunum á loft, opnast klukkan 10:11 á fimmtudagsmorgun. Veðursérfræðingar geimhers Bandaríkjanna segja litlar líkur á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið. Varaskotglugginn opnast 9:39 á föstudagsmorgun. Nú eru sjö manns um borð í geimstöðinni frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Japan. Þar af eru fjórir geimfarar sem SpaceX skaut á loft í nóvember og eiga þau snúa aftur til jarðar á miðvikudaginn 28. apríl. Sjá má hverjir eru um borð í geimstöðinni og frekari upplýsingar hér á vef NASA.
Geimurinn SpaceX Tækni Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38
Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29
Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06
Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10
Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20