Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 13:32 Hér má sjá þau Thomas Pesquet, Megan McArthur, Shane Kimbrough og Akihiko Hoshide í búningum SpaceX, sem þau munu klæðast við geimskotið á fimmtudaginn. SpaceX Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim. Þeir sem eru á leið út í geim að þessu sinni eru Shane Kimbrough og Megan McArthur frá NASA, Akihiko Hoshide, frá Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Thomas Pesquet, frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug SpaceX frá Kennedy Space Center í Flórída. Sama eldflaug var notuð til að skjóta fjórum geimförum til geimstöðvarinnar í nóvember. Sjá einnig: Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Til stendur að reyna að lenda eldflauginni á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída. Geimfararnir munu ferðast í Dragon-geimfari SpaceX og er það sama geimfar og var notað til að skjóta þeim Robert Behnken og Douglas Hurley til geimstöðvarinnar í lok maí í fyrra. Það var fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011 og í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendi menn út í geim. Samkvæmt tilkynningu á vef SpaceX mun það taka um tuttugu klukkustundir fyrir geimfarana að komast til geimstöðvarinnar. Þegar þeim áfanga verði náð, þá verði tvö Dragon-geimför tengd geimstöðinni og verður það sömuleiðis í fyrsta sinn sem það gerist. Skotglugginn svokallaði, það er tímaramminn sem til greina kemur að skjóta geimförunum á loft, opnast klukkan 10:11 á fimmtudagsmorgun. Veðursérfræðingar geimhers Bandaríkjanna segja litlar líkur á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið. Varaskotglugginn opnast 9:39 á föstudagsmorgun. Nú eru sjö manns um borð í geimstöðinni frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Japan. Þar af eru fjórir geimfarar sem SpaceX skaut á loft í nóvember og eiga þau snúa aftur til jarðar á miðvikudaginn 28. apríl. Sjá má hverjir eru um borð í geimstöðinni og frekari upplýsingar hér á vef NASA. Geimurinn SpaceX Tækni Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Þeir sem eru á leið út í geim að þessu sinni eru Shane Kimbrough og Megan McArthur frá NASA, Akihiko Hoshide, frá Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Thomas Pesquet, frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug SpaceX frá Kennedy Space Center í Flórída. Sama eldflaug var notuð til að skjóta fjórum geimförum til geimstöðvarinnar í nóvember. Sjá einnig: Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Til stendur að reyna að lenda eldflauginni á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída. Geimfararnir munu ferðast í Dragon-geimfari SpaceX og er það sama geimfar og var notað til að skjóta þeim Robert Behnken og Douglas Hurley til geimstöðvarinnar í lok maí í fyrra. Það var fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011 og í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendi menn út í geim. Samkvæmt tilkynningu á vef SpaceX mun það taka um tuttugu klukkustundir fyrir geimfarana að komast til geimstöðvarinnar. Þegar þeim áfanga verði náð, þá verði tvö Dragon-geimför tengd geimstöðinni og verður það sömuleiðis í fyrsta sinn sem það gerist. Skotglugginn svokallaði, það er tímaramminn sem til greina kemur að skjóta geimförunum á loft, opnast klukkan 10:11 á fimmtudagsmorgun. Veðursérfræðingar geimhers Bandaríkjanna segja litlar líkur á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið. Varaskotglugginn opnast 9:39 á föstudagsmorgun. Nú eru sjö manns um borð í geimstöðinni frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Japan. Þar af eru fjórir geimfarar sem SpaceX skaut á loft í nóvember og eiga þau snúa aftur til jarðar á miðvikudaginn 28. apríl. Sjá má hverjir eru um borð í geimstöðinni og frekari upplýsingar hér á vef NASA.
Geimurinn SpaceX Tækni Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38
Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29
Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06
Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10
Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20