Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2021 12:38 Júrí Gagarín, í geimbúningi sínum eftir að honum var skotið út í geim árið 1961. Vísir/Getty Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. Hinn 27 ára gamli Gagarín fór einn hring um jörðu og stökk síðan úr geimfari sínu og lenti með fallhlíf á kartöfluakri við borgina Engels skammt frá ánni Volgu í Rússlandi. Þar voru þær Rita Nurskanova, sem var fimm ára, og amma hennar. Hér má sjá myndefni frá geimskotinu sjálfu. Moscow Times segir að í viðtali hafi Nurskanova sagt frá því að amma hennar hafi lagst á bæn og viljað hlaupa á brott þegar þær sáu Gagarín svífa til jarðar. Hann hafi þó róað þær niður, staðhæft að hann væri mennskur og þær hafi hjálpað honum að losa hjálm hans. Gagarín var hylltur sem hetja Sovétríkjanna en fjórum árum áður hafði ríkið verið fyrst til að senda gervihnött á braut um jörðu. Hann dó í flugslysi sjö árum seinna. Hér má sjá ávarp sem Gagarín veitti ári eftir geimskotið. Mikill fögnuður hefur farið fram í Rússlandi í dag og ferðaðist Vladímír Pútín, forseti Rússlands, til Engels, þar sem Gagarín lenti, og heimsótti minnisvarða sem þar var reistur. Fjórir Rússar eru nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og segir í frétt Moscow Times að þeir hafi sent kveðjur til jarðarbúa í dag og hyllt afreki Gagaríns. Hér má sjá stutt myndband frá Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, sem inniheldur meðal annars kveðjur frá fjórum rússneskum geimförum sem eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. , @KudSverchkov, @Novitskiy_iss , ! # #12 # pic.twitter.com/EcXMNhUgRN— (@roscosmos) April 11, 2021 Hér má sjá kveðju frá geimfaranum Ivan Vagner í tilefni dagsins. I congratulate those working for the benefit of the space industry and space exploration on the International Day of Cosmonautics! Congratulations also go to those who are interested in space! Wishing you new interesting and ambitious projects, space success and achievements! pic.twitter.com/1BwjdLPqcB— Ivan Vagner (@ivan_mks63) April 12, 2021 Geimiðnaður Rússlands á í ákveðnum vandræðum um þessar mundir. Dregið hafi úr fjárveitingum og hneykslismál hafi komið upp, svo eitthvað sé nefnt. Með notkun hinna áreiðanlegu Soyuz eldflauga hafa Rússar einir sent menn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en ríkið hefur þó átt í erfiðleikum með að halda í við tækniþróun. Rússland Geimurinn Tækni Sovétríkin Kalda stríðið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Gagarín fór einn hring um jörðu og stökk síðan úr geimfari sínu og lenti með fallhlíf á kartöfluakri við borgina Engels skammt frá ánni Volgu í Rússlandi. Þar voru þær Rita Nurskanova, sem var fimm ára, og amma hennar. Hér má sjá myndefni frá geimskotinu sjálfu. Moscow Times segir að í viðtali hafi Nurskanova sagt frá því að amma hennar hafi lagst á bæn og viljað hlaupa á brott þegar þær sáu Gagarín svífa til jarðar. Hann hafi þó róað þær niður, staðhæft að hann væri mennskur og þær hafi hjálpað honum að losa hjálm hans. Gagarín var hylltur sem hetja Sovétríkjanna en fjórum árum áður hafði ríkið verið fyrst til að senda gervihnött á braut um jörðu. Hann dó í flugslysi sjö árum seinna. Hér má sjá ávarp sem Gagarín veitti ári eftir geimskotið. Mikill fögnuður hefur farið fram í Rússlandi í dag og ferðaðist Vladímír Pútín, forseti Rússlands, til Engels, þar sem Gagarín lenti, og heimsótti minnisvarða sem þar var reistur. Fjórir Rússar eru nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og segir í frétt Moscow Times að þeir hafi sent kveðjur til jarðarbúa í dag og hyllt afreki Gagaríns. Hér má sjá stutt myndband frá Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, sem inniheldur meðal annars kveðjur frá fjórum rússneskum geimförum sem eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. , @KudSverchkov, @Novitskiy_iss , ! # #12 # pic.twitter.com/EcXMNhUgRN— (@roscosmos) April 11, 2021 Hér má sjá kveðju frá geimfaranum Ivan Vagner í tilefni dagsins. I congratulate those working for the benefit of the space industry and space exploration on the International Day of Cosmonautics! Congratulations also go to those who are interested in space! Wishing you new interesting and ambitious projects, space success and achievements! pic.twitter.com/1BwjdLPqcB— Ivan Vagner (@ivan_mks63) April 12, 2021 Geimiðnaður Rússlands á í ákveðnum vandræðum um þessar mundir. Dregið hafi úr fjárveitingum og hneykslismál hafi komið upp, svo eitthvað sé nefnt. Með notkun hinna áreiðanlegu Soyuz eldflauga hafa Rússar einir sent menn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en ríkið hefur þó átt í erfiðleikum með að halda í við tækniþróun.
Rússland Geimurinn Tækni Sovétríkin Kalda stríðið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira