Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 13:30 Harry Maguire í leiknum gegn Burnley á sunnudaginn sem Manchester United vann, 3-1. getty/Laurence Griffiths Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. United er eitt sex enskra félaga sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar ásamt Arsenal, Chelsea, Liverpool, Tottenham og Manchester City. Daily Mail greinir frá því að leikmenn United hafi verið ósáttir að frétta af stofnun ofurdeildarinnar og þætti félagsins í því í gegnum fjölmiðla. Woodward hélt neyðarfund með leikmönnum United í gær þar sem skýrði af hverju félagið hefði tekið þátt í að stofna ofurdeildina. Samkvæmt heimildum Daily Mail voru viðbrögð leikmanna United dræm og þeir voru ósáttir við að knattspyrnustjórinn, Ole Gunnar Solskjær, skyldi þurfa að svara fyrir gjörning eigendanna eftir leikinn. Mike Keegan, blaðamaður Daily Mail, greindi svo frá því á Twitter að Maguire hafi látið Woodward heyra það fyrir að láta leikmenn ekki vita af fyrirætlunum United. Bit more info on this from yesterday. I understand that Harry Maguire confronted Ed Woodward at the meeting over the players (who went out and played on Sky as the news broke) not knowing about the plans. Fair play to the United captain. https://t.co/Dsaon9njM8— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) April 20, 2021 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um Woodward og ofurdeildina á blaðamannafundi í gær. „Ég hef séð margt á lífsleiðinni. Ég var lögmaður glæpamanna en ég hef aldrei séð fólk haga sér svona. Woodward hringdi í mig á fimmtudaginn til að segja að hann styddi breytingar á Meistaradeildinni. En hann skrifaði síðan undir eitthvað allt annað,“ sagði Ceferin. Woodward hefur verið stjórnformaður United síðan 2013. Óhætt er að segja að hann sé ekki í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins og vinsældir hans hafa væntanlega ekkert aukist eftir stofnun ofurdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Sjá meira
United er eitt sex enskra félaga sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar ásamt Arsenal, Chelsea, Liverpool, Tottenham og Manchester City. Daily Mail greinir frá því að leikmenn United hafi verið ósáttir að frétta af stofnun ofurdeildarinnar og þætti félagsins í því í gegnum fjölmiðla. Woodward hélt neyðarfund með leikmönnum United í gær þar sem skýrði af hverju félagið hefði tekið þátt í að stofna ofurdeildina. Samkvæmt heimildum Daily Mail voru viðbrögð leikmanna United dræm og þeir voru ósáttir við að knattspyrnustjórinn, Ole Gunnar Solskjær, skyldi þurfa að svara fyrir gjörning eigendanna eftir leikinn. Mike Keegan, blaðamaður Daily Mail, greindi svo frá því á Twitter að Maguire hafi látið Woodward heyra það fyrir að láta leikmenn ekki vita af fyrirætlunum United. Bit more info on this from yesterday. I understand that Harry Maguire confronted Ed Woodward at the meeting over the players (who went out and played on Sky as the news broke) not knowing about the plans. Fair play to the United captain. https://t.co/Dsaon9njM8— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) April 20, 2021 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um Woodward og ofurdeildina á blaðamannafundi í gær. „Ég hef séð margt á lífsleiðinni. Ég var lögmaður glæpamanna en ég hef aldrei séð fólk haga sér svona. Woodward hringdi í mig á fimmtudaginn til að segja að hann styddi breytingar á Meistaradeildinni. En hann skrifaði síðan undir eitthvað allt annað,“ sagði Ceferin. Woodward hefur verið stjórnformaður United síðan 2013. Óhætt er að segja að hann sé ekki í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins og vinsældir hans hafa væntanlega ekkert aukist eftir stofnun ofurdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Sjá meira