Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 12:46 Ryan Mason mun stýra Tottenham út tímabilið. Hans fyrsti leikur er gegn Manchester City í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag. Tottenham Hotspur Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. Í gærmorgun bárust þær fréttir að Tottenham Hotspur hefði látið José Mourinho taka poka sinn. Í kjölfarið var tilkynnt að hinn ungi Ryan Mason myndi stýra félaginu í úrslitum deildarbikarsins sem fram fer nú um helgina. Tottenham staðfesti svo í morgun að Mason myndi stýra félaginu út tímabilið. Hann gæti vart byrjað á erfiðari leik en hann þarf að teikna upp leikplan sem dugar til sigurs gegn sterku liði Manchester City. Following the departure of Jose Mourinho, we can now confirm that Ryan Mason will take charge as Interim Head Coach for the remainder of the season.#THFC #COYS— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 20, 2021 Mason er eins og áður segir aðeins 29 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 53 leiki fyrir Tottenham sem og einn A-landsleik en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir að höfuðkúpu-brotna illa í janúar 2017. Mason er með fjórtán málmplötur í höfðinu. Þeim er haldið saman með 28 skrúfum og 45 heftum. Rúmu ári eftir brotið lagði Mason skóna endanlega á hilluna. Hann fékk þjálfarastarf hjá Tottenham skömmu síðar og var mættur þangað í apríl 2018. Í júlí 2019 var Mason ráðinn þjálfari U-19 ára liðs félagsins og á síðasta ári tók hann við starfi yfirmanns yngri flokka. Í því felst að sjá um þróun og uppgang leikmanna í U-17 ára liðinu og upp í U-23 ára liðinu. Nú hefur hann tekið annað skref á annars stuttum þjálfaraferli og verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur með Tottenam þessar síðustu vikur tímabilsins. Tottenham mætir Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Rooney undrandi á brottrekstri Mourinho Wayne Rooney, stjóri Derby, skilur ekkert í Tottenham að reka Jose Mourinho viku fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum. 19. apríl 2021 21:31 Mourinho rekinn Tottenham hefur sagt José Mourinho upp störfum. Frá þessu er greint í Telegraph. 19. apríl 2021 09:30 Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla. 17. apríl 2021 11:30 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Í gærmorgun bárust þær fréttir að Tottenham Hotspur hefði látið José Mourinho taka poka sinn. Í kjölfarið var tilkynnt að hinn ungi Ryan Mason myndi stýra félaginu í úrslitum deildarbikarsins sem fram fer nú um helgina. Tottenham staðfesti svo í morgun að Mason myndi stýra félaginu út tímabilið. Hann gæti vart byrjað á erfiðari leik en hann þarf að teikna upp leikplan sem dugar til sigurs gegn sterku liði Manchester City. Following the departure of Jose Mourinho, we can now confirm that Ryan Mason will take charge as Interim Head Coach for the remainder of the season.#THFC #COYS— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 20, 2021 Mason er eins og áður segir aðeins 29 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 53 leiki fyrir Tottenham sem og einn A-landsleik en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir að höfuðkúpu-brotna illa í janúar 2017. Mason er með fjórtán málmplötur í höfðinu. Þeim er haldið saman með 28 skrúfum og 45 heftum. Rúmu ári eftir brotið lagði Mason skóna endanlega á hilluna. Hann fékk þjálfarastarf hjá Tottenham skömmu síðar og var mættur þangað í apríl 2018. Í júlí 2019 var Mason ráðinn þjálfari U-19 ára liðs félagsins og á síðasta ári tók hann við starfi yfirmanns yngri flokka. Í því felst að sjá um þróun og uppgang leikmanna í U-17 ára liðinu og upp í U-23 ára liðinu. Nú hefur hann tekið annað skref á annars stuttum þjálfaraferli og verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur með Tottenam þessar síðustu vikur tímabilsins. Tottenham mætir Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Rooney undrandi á brottrekstri Mourinho Wayne Rooney, stjóri Derby, skilur ekkert í Tottenham að reka Jose Mourinho viku fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum. 19. apríl 2021 21:31 Mourinho rekinn Tottenham hefur sagt José Mourinho upp störfum. Frá þessu er greint í Telegraph. 19. apríl 2021 09:30 Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla. 17. apríl 2021 11:30 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01
Rooney undrandi á brottrekstri Mourinho Wayne Rooney, stjóri Derby, skilur ekkert í Tottenham að reka Jose Mourinho viku fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum. 19. apríl 2021 21:31
Mourinho rekinn Tottenham hefur sagt José Mourinho upp störfum. Frá þessu er greint í Telegraph. 19. apríl 2021 09:30
Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla. 17. apríl 2021 11:30