Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 09:30 Sjálfsmynd sem Perseverance tók af sér og Ingenuity á Mars 6. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/MSSS Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. Upphaflega var áætlað að Ingenuity gæti flogið í fyrsta lagi á sunnudag. Eftir að villa kom upp við prófun á þyrli hennar á föstudag var ákveðið að fresta því fram til dagsins í dag í fyrsta lagi. Í tilkynningu á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að ýmsar mögulegar lausnir hafi verið prófaðar um helgina. Sú sem lofar bestu var að breyta og setja aftur upp flugstjórnarhugbúnað þyrilvængjunnar. Nú er unnið að því að fara yfir uppfærsluna og sannprófa hana. Tímafrekt er að sannprófa hugbúnaðinn og hlaða honum upp til Ingenuity á Mars. Þegar því ferli hefur verið lokið á undirbúningur fyrir fyrstu flugferðina að hefjast á ný. „Besta mat okkar á dagsetningu fyrir flugferð er fljótandi þessa stundina en við vinnum að því að ná þessum áföngum og setjum dagsetningu fyrir flugferð í næstu viku,“ segir í tilkynningu NASA. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem vegur innan við tvö kíló. Hún var farþegi undir kviðnum á könnunarjeppanum Perseverance sem lenti á Mars í febrúar. Eini tilgangur hennar er að prófa flug á öðrum hnetti og eru engin vísindatæki um borð. NASA segir að vængjunni heilsist vel. Afl, samskiptakerfi og hitastjórnun er stöðug. Mars Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því. 11. apríl 2021 11:11 Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. 7. apríl 2021 23:57 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Upphaflega var áætlað að Ingenuity gæti flogið í fyrsta lagi á sunnudag. Eftir að villa kom upp við prófun á þyrli hennar á föstudag var ákveðið að fresta því fram til dagsins í dag í fyrsta lagi. Í tilkynningu á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að ýmsar mögulegar lausnir hafi verið prófaðar um helgina. Sú sem lofar bestu var að breyta og setja aftur upp flugstjórnarhugbúnað þyrilvængjunnar. Nú er unnið að því að fara yfir uppfærsluna og sannprófa hana. Tímafrekt er að sannprófa hugbúnaðinn og hlaða honum upp til Ingenuity á Mars. Þegar því ferli hefur verið lokið á undirbúningur fyrir fyrstu flugferðina að hefjast á ný. „Besta mat okkar á dagsetningu fyrir flugferð er fljótandi þessa stundina en við vinnum að því að ná þessum áföngum og setjum dagsetningu fyrir flugferð í næstu viku,“ segir í tilkynningu NASA. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem vegur innan við tvö kíló. Hún var farþegi undir kviðnum á könnunarjeppanum Perseverance sem lenti á Mars í febrúar. Eini tilgangur hennar er að prófa flug á öðrum hnetti og eru engin vísindatæki um borð. NASA segir að vængjunni heilsist vel. Afl, samskiptakerfi og hitastjórnun er stöðug.
Mars Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því. 11. apríl 2021 11:11 Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. 7. apríl 2021 23:57 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því. 11. apríl 2021 11:11
Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. 7. apríl 2021 23:57