Meistaradeildarsæti West Ham í hættu eftir tap gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2021 13:30 Joelinton skorar annað mark Newcastle eftir skelfileg mistök Lukasz Fabianski í marki West Ham. Owen Humphreys - Pool/Getty Images Newcastle krækti sér í þrjú mikilvæg stig með 3-2 sigri gegn West ham. Leikmenn Newcastle nýttu sér slæm mistök West Ham manna í fyrri hálfleik, en tíu leikmenn West Ham náðu að jafna leikinn áður en joe Willock skoraði sigurmarkið eftir rúma mínútu á vellinum. Lítið marktækt gerðist á fyrstu mínútum leiksins, nema það að Craig Dawson, varnarmaður West Ham náði sér í gult spjald á 12. mínútu. Á 36. mínútu fékk Craig Dawson sendingu til baka, en móttakan var allt annað en góð. Dawson missti boltann langt frá sér og var svo allt of seinn í tæklingu þegar hann reyndi að bæta upp fyrir mistök sín. Dómarinn leyfði leiknum þó að halda áfram og Allan Saint-Maximin gerði vel og náði skoti á markið. Issa Diop reyndi að hreynsa boltann af marklínunni, en það gekk ekki betur en svo að hann skoraði sjálfsmark. West Ham have scored more own goals (4) than any other team in the Premier League this season. pic.twitter.com/xxWezOXMIa— Squawka Football (@Squawka) April 17, 2021 Þegar markið var staðfest fór Kevin Friend, dómari leiksins, til baka og gaf Craig Dawson sitt annað gula spjald, og þar með rautt. West Ham menn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Aðeins fimm mínútum síðar tók Matt Ritchie hornspyrnu fyrir Newcastle. Lukasz Fabianski kom út úr markinu og virtist ætla að grípa boltann auðveldlega. Hann náði þó ekki að halda boltanum sem skoppaði fyrir fætur Joelinton sem þakkaði pent fyrir sig og staðan orðin 2-0. Þrátt fyrir að vera manni færri þá voru West Ham mun líklegri aðilinn í seinni hálfleik. Newcastle menn lágu til baka og buðu gestunum upp að teignum. Það skilaði sér loksins á 73. mínútu þegar Issa Diop bætti upp fyrir mistök sín með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. West Ham voru ekki hættir og á 77. mínútu var Kevin Friend beðinn um að kíkja á VAR skjáinn. Ciaran Clark hafði þá handleikið boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jesse Lingard steig á punktinn og skoraði af öryggi. Jesse Lingard has scored 9 goals in 10 apps for West Ham, his most in a single PL season, surpassing his total of 8 in 33 apps for Man Utd in 2017-18 pic.twitter.com/fBS6Ajw4VU— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 17, 2021 Newcastle menn voru þó ekki lengi að draga leikmenn West Ham aftur niður á jörðina. Um fimm mínútum seinna koma Joe Willock Newcastle í 3-2 eftir flotta fyrirgjöf frá Matt Ritchie. Joe Willock hafði verið inni á vellinum í 83 sekúndur áður en hann skoraði. Newcastle lyftir sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og eru orðnir nokkuð öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. West Ham er enn með 55 stig í fjórða sæti, en nú hafa liðin fyrir neðan þá tækifæri að hrifsa seinasta meistaradeildarsætið af þeim. Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Lítið marktækt gerðist á fyrstu mínútum leiksins, nema það að Craig Dawson, varnarmaður West Ham náði sér í gult spjald á 12. mínútu. Á 36. mínútu fékk Craig Dawson sendingu til baka, en móttakan var allt annað en góð. Dawson missti boltann langt frá sér og var svo allt of seinn í tæklingu þegar hann reyndi að bæta upp fyrir mistök sín. Dómarinn leyfði leiknum þó að halda áfram og Allan Saint-Maximin gerði vel og náði skoti á markið. Issa Diop reyndi að hreynsa boltann af marklínunni, en það gekk ekki betur en svo að hann skoraði sjálfsmark. West Ham have scored more own goals (4) than any other team in the Premier League this season. pic.twitter.com/xxWezOXMIa— Squawka Football (@Squawka) April 17, 2021 Þegar markið var staðfest fór Kevin Friend, dómari leiksins, til baka og gaf Craig Dawson sitt annað gula spjald, og þar með rautt. West Ham menn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Aðeins fimm mínútum síðar tók Matt Ritchie hornspyrnu fyrir Newcastle. Lukasz Fabianski kom út úr markinu og virtist ætla að grípa boltann auðveldlega. Hann náði þó ekki að halda boltanum sem skoppaði fyrir fætur Joelinton sem þakkaði pent fyrir sig og staðan orðin 2-0. Þrátt fyrir að vera manni færri þá voru West Ham mun líklegri aðilinn í seinni hálfleik. Newcastle menn lágu til baka og buðu gestunum upp að teignum. Það skilaði sér loksins á 73. mínútu þegar Issa Diop bætti upp fyrir mistök sín með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. West Ham voru ekki hættir og á 77. mínútu var Kevin Friend beðinn um að kíkja á VAR skjáinn. Ciaran Clark hafði þá handleikið boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jesse Lingard steig á punktinn og skoraði af öryggi. Jesse Lingard has scored 9 goals in 10 apps for West Ham, his most in a single PL season, surpassing his total of 8 in 33 apps for Man Utd in 2017-18 pic.twitter.com/fBS6Ajw4VU— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 17, 2021 Newcastle menn voru þó ekki lengi að draga leikmenn West Ham aftur niður á jörðina. Um fimm mínútum seinna koma Joe Willock Newcastle í 3-2 eftir flotta fyrirgjöf frá Matt Ritchie. Joe Willock hafði verið inni á vellinum í 83 sekúndur áður en hann skoraði. Newcastle lyftir sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og eru orðnir nokkuð öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. West Ham er enn með 55 stig í fjórða sæti, en nú hafa liðin fyrir neðan þá tækifæri að hrifsa seinasta meistaradeildarsætið af þeim.
Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira