Arsenal bjargaði stigi á seinustu stundu

Eddie Nketiah fagnar jöfnunarmarki sínu í dag.
Eddie Nketiah fagnar jöfnunarmarki sínu í dag. Julian Finney/Getty Images

Eddie Nketiah bjargaði stigi fyrir Arsenal á sjöundu mínútu uppbótartíma þegar hann jafnaði metin gegn Fulham. Josh Maja hafði komið Fulham yfir af vítapunktinum fyrr í leiknum, en 1-1 jafntefli gerir lítið fyrir Fulham í fallbaráttunni.

Heimamenn voru mun sterkari aðilinn þegar Fulham kíkti í heimsókn í dag. Dani Ceballos hélt að hann hefði brotið ísinn fyrir Arsenalmenn á 40. mínútu þegar hann kom boltanum í netið. Við nánari skoðum kom í ljós að Hector Bellerin var með stóru tánna fyrir innan, og rangstaða dæmd.

Markalaust var þegar liðin gengu til búningsherbergja en þegar seinni hálfleikurinn var rúmlega tíu mínútna gamall braut Gabriel á Mario Lemina innan vítateigs. Josh Maja fór á punktinn og kláraði vítið af miklu öryggi.

Arsenal sóttu látlaust það sem eftir lifði leiks, en vörn Fulham manna hélt vel. Það var ekki fyrr en á sjöundu mínútu uppbótaríma sem Bukayo Saka tók hornspyrnu fyrir heimamenn. Matt Ryan, markvörður Arsenal, skallaði þá boltan áfram á Dani Ceballos sem lét vaða á markið. Alphonse Areola varði, en Eddie Nketiah fylgdi vel á eftir og jafnaði metin.

Fulham fer upp í 27 stig og eru því enn sex stigum frá öruggu sæti. Arsenal er enn í níunda sæti, og Evrópuvonir þeirra fara dvínandi.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.