Lífið

Ja Rule með plön um aðra tónlistarhátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ja Rule veitti viðtal á vellinum.
Ja Rule veitti viðtal á vellinum.
Tvær heimildarmyndir um hamfarahátíðina Fyre Festival komu út á dögunum á vegum Netflix og hin úr smiðju Hulu. Báðar myndirnar varpa nýju ljósi á lygilega viðskiptahætti skipuleggjenda, og þá einkum höfuðpaursins, Billy McFarland.

Helsti skipuleggjandi Fyre Festival, Billy McFarland, var dæmdur í sex ára fangelsi vegna hátíðarinnar í október síðastliðnum og hefur öðrum skipuleggjendum verið gert að reiða fram milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur.

Rapparinn Ja Rule var einnig einn skipuleggjanda á hátíðinni en hann segist vera að íhuga að halda aðra tónlistarhátíð.

Fréttamaður TMZ náði tali af Ja Rule á LAZ flugvellinum í Bandaríkjunum.

„Ég hef ekki enn horft á þessar myndir og það gæti vel verið að maður geri það einn daginn,“ segir Ja Rule.

„Mér finnst þetta alls ekki fyndið mál og þetta hefur verið erfiður tími fyrir mig. En í miðjum stormi kemur oft eitthvað tækifæri. Ég er með ákveðin plön að setja á laggirnar tónlistarhátíðina Iconic, en þú heyrðir það ekki frá mér.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.