Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2021 20:05 Myndefni úr búkmyndavél lögreglukonunnar sýnir þegar hún skaut Wright með skammbyssu. Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. Í kjölfar drápsins á Wright þann 11. apríl síðastliðinn hefur mótmælaalda risið í Brooklyn Center og víðar. Á blaðamannafundi í gær sagði Gannon að hann teldi að um mistök hjá lögreglukonunni, Kim Potter, hafi verið að ræða. Hún hafi ætlað að teygja sig eftir rafbyssu en tekið í misgripum upp skammbyssu sína og skotið Wright til bana. Potter hefur einnig látið af störfum hjá lögreglunni í borginni. Borgarstjóri Brooklyn Center, Mike Elliot, hefur þegar fundið eftirmann Gannons, Tony Gruenig. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hefur Gruenig 19 ára starfsreynslu innan lögreglunnar. Rannsókn á dauða Dauntes Wright hefur verið sett af stað en samfélagið í Minnesota er á nálum þessa dagana þar sem réttarhöldin yfir Derek Chauvin standa yfir í Minneapolis. Fyrrverandi lögregluþjónninn Chauvin er sakaður um að hafa myrt hinn svarta George Floyd í fyrra. Dauði Floyds varð kveikjan að umfangsmiklum mótmælum gegn kerfisbundnum rasisma og lögregluofbeldi víðs vegar um heiminn. Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. 13. apríl 2021 09:47 Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00 Átök brutust út eftir að lögregla skaut svartan mann til bana Til átaka kom í úthverfi bandarísku borgarinnar Minneapolis í gærkvöldi eftir að lögreglumenn skutu ungan svartan mann til bana eftir að þeir höfðu stöðvað för hans. 12. apríl 2021 07:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Í kjölfar drápsins á Wright þann 11. apríl síðastliðinn hefur mótmælaalda risið í Brooklyn Center og víðar. Á blaðamannafundi í gær sagði Gannon að hann teldi að um mistök hjá lögreglukonunni, Kim Potter, hafi verið að ræða. Hún hafi ætlað að teygja sig eftir rafbyssu en tekið í misgripum upp skammbyssu sína og skotið Wright til bana. Potter hefur einnig látið af störfum hjá lögreglunni í borginni. Borgarstjóri Brooklyn Center, Mike Elliot, hefur þegar fundið eftirmann Gannons, Tony Gruenig. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hefur Gruenig 19 ára starfsreynslu innan lögreglunnar. Rannsókn á dauða Dauntes Wright hefur verið sett af stað en samfélagið í Minnesota er á nálum þessa dagana þar sem réttarhöldin yfir Derek Chauvin standa yfir í Minneapolis. Fyrrverandi lögregluþjónninn Chauvin er sakaður um að hafa myrt hinn svarta George Floyd í fyrra. Dauði Floyds varð kveikjan að umfangsmiklum mótmælum gegn kerfisbundnum rasisma og lögregluofbeldi víðs vegar um heiminn.
Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. 13. apríl 2021 09:47 Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00 Átök brutust út eftir að lögregla skaut svartan mann til bana Til átaka kom í úthverfi bandarísku borgarinnar Minneapolis í gærkvöldi eftir að lögreglumenn skutu ungan svartan mann til bana eftir að þeir höfðu stöðvað för hans. 12. apríl 2021 07:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. 13. apríl 2021 09:47
Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00
Átök brutust út eftir að lögregla skaut svartan mann til bana Til átaka kom í úthverfi bandarísku borgarinnar Minneapolis í gærkvöldi eftir að lögreglumenn skutu ungan svartan mann til bana eftir að þeir höfðu stöðvað för hans. 12. apríl 2021 07:00