Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 14:29 Þessi mynd var tekin við Whitsunrif í Suður-Kínahafi í lok síðasta mánaðar. Þá voru rúmlega tvö hundruð kínversk fiskiskip við rifið. Bláu skipin tilheyra sérstakri sveit kínverska hersins. AP/Ríkisstjórn Filippseyja Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. Sveitin er notuð til að brjóta á fullveldi nágrannaríkja Kína, samkvæmt skýrslu sjóhers Bandaríkjanna frá því í desember, og rataði síðast í fréttirnar í síðasta mánuði. Þá birtust rúmlega tvö hundruð kínversk fiskiskip við Whitsunrif sem tilheyrir Spratlyeyjum og er innan lögsögu Filippseyja. CNN birti í morgun ítarlega frétt um sveitina, sem er af sumum kölluð „Litlu bláu mennirnir“ en nafnið byggir á liti bátanna og „litlu grænu mönnunum“ sem gerðu innrás á Krímskaga árið 2014 en seinna kom í ljós að þar var um rússneska hermenn að ræða. Kínverjar gera tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ólöglegt. Ríkið hefur byggt upp eyjar á svæðinu, byggt herstöðvar og komið fyrir vopnum. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hafsvæðisins en sjá má kort af kröfum Kína og annarra ríkjaí fréttinni hér að neðan. Einn sérfræðingur sagði í samtali við CNN að áhafnarmeðlimir þessara sveita veiddu ekki fisk. Þess í stað væru sjálfvirk vopn um borð í skipunum sem henni tilheyra, skrokkur skipanna væri styrktur sérstaklega og skipin eru mun hraðskreiðari en gengur og gerist meðal fiskiskipa heimsins. Þau ná um 18 til 22 sjómílna hraða. Skipin sem tilheyra þessari sveit eru meðal um 187 þúsund kínverskra fiskiskipa og í raun er ekki vitað hve mörg þau eru. Áhafnir þeirra geta þó leitt stóra flota fiskiskipa í takt við markmið ríkisstjórnar Kína og hvaða hafsvæði Kínverjar gera tilkall til. Þannig geta Kínverjar í raun náð tökum á tilteknum svæðum með því að vera þar og jafnvel lengi. Vera skipanna við umdeildar eyjur og rif veldur spennu milli ríkja og hægt væri að nota aðgerðir ríkja eins og Filippseyja gegn flotanum sem átyllu til frekari aðgerða að hálfu Kínverja. Um svokallaðan óhefðbundin hernað er að ræða. Níu kínversk fiskiskip eru enn við Whitsunrif. Yfirvöld í Filippseyjum kölluðu sendiherra Kína þar í landi á teppið í dag og kröfðust þess að þeim skipum sem eftir eru við rifið verði siglt á brott, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Kínverskir erindrekar hafa sagt skipaflotann verið í vari við rifið vegna óveðurs á svæðinu. Utanríkisráðuneyti Filippseyja segir það ósatt. Kínverjar halda því fram að Filippseyingar séu að gera of mikið úr málinu. Bandaríkjamenn, bandamenn Filippseyja, hafa lýst því yfir að þeir standi við bakið á Filippseyjum í deilunni. Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Tengdar fréttir Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægur Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. 25. ágúst 2020 14:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Sveitin er notuð til að brjóta á fullveldi nágrannaríkja Kína, samkvæmt skýrslu sjóhers Bandaríkjanna frá því í desember, og rataði síðast í fréttirnar í síðasta mánuði. Þá birtust rúmlega tvö hundruð kínversk fiskiskip við Whitsunrif sem tilheyrir Spratlyeyjum og er innan lögsögu Filippseyja. CNN birti í morgun ítarlega frétt um sveitina, sem er af sumum kölluð „Litlu bláu mennirnir“ en nafnið byggir á liti bátanna og „litlu grænu mönnunum“ sem gerðu innrás á Krímskaga árið 2014 en seinna kom í ljós að þar var um rússneska hermenn að ræða. Kínverjar gera tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ólöglegt. Ríkið hefur byggt upp eyjar á svæðinu, byggt herstöðvar og komið fyrir vopnum. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hafsvæðisins en sjá má kort af kröfum Kína og annarra ríkjaí fréttinni hér að neðan. Einn sérfræðingur sagði í samtali við CNN að áhafnarmeðlimir þessara sveita veiddu ekki fisk. Þess í stað væru sjálfvirk vopn um borð í skipunum sem henni tilheyra, skrokkur skipanna væri styrktur sérstaklega og skipin eru mun hraðskreiðari en gengur og gerist meðal fiskiskipa heimsins. Þau ná um 18 til 22 sjómílna hraða. Skipin sem tilheyra þessari sveit eru meðal um 187 þúsund kínverskra fiskiskipa og í raun er ekki vitað hve mörg þau eru. Áhafnir þeirra geta þó leitt stóra flota fiskiskipa í takt við markmið ríkisstjórnar Kína og hvaða hafsvæði Kínverjar gera tilkall til. Þannig geta Kínverjar í raun náð tökum á tilteknum svæðum með því að vera þar og jafnvel lengi. Vera skipanna við umdeildar eyjur og rif veldur spennu milli ríkja og hægt væri að nota aðgerðir ríkja eins og Filippseyja gegn flotanum sem átyllu til frekari aðgerða að hálfu Kínverja. Um svokallaðan óhefðbundin hernað er að ræða. Níu kínversk fiskiskip eru enn við Whitsunrif. Yfirvöld í Filippseyjum kölluðu sendiherra Kína þar í landi á teppið í dag og kröfðust þess að þeim skipum sem eftir eru við rifið verði siglt á brott, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Kínverskir erindrekar hafa sagt skipaflotann verið í vari við rifið vegna óveðurs á svæðinu. Utanríkisráðuneyti Filippseyja segir það ósatt. Kínverjar halda því fram að Filippseyingar séu að gera of mikið úr málinu. Bandaríkjamenn, bandamenn Filippseyja, hafa lýst því yfir að þeir standi við bakið á Filippseyjum í deilunni.
Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Tengdar fréttir Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægur Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. 25. ágúst 2020 14:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00
Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægur Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. 25. ágúst 2020 14:01