Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 09:47 Lögregluþjónninn sagðist ætla að beita rafbyssu gegn Wright en hélt þó á skammbyssu. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. Lögreglustjóri Brooklyn Center, lýsti atvikinu þar sem hinn tuttugu ára gamli Daunte Wright var skotinn til bana sem slysaskoti. Hann hafði verið stöðvaður af lögregluþjónum fyrir umferðalagabrot en reyndi að komast undan. Wright var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara vegna dómsmáls. Lögreglan birti í gær myndband úr vestismyndavél konunnar sem skaut Wright. Hún heitir Kimberly A. Potter, er 48 ára gömul og hefur verið í lögreglunni í 26 ár. Hún var sett í leyfi eftir atvikið, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins StarTribune. Á myndbandinu má sjá að þegar Wright reyndi að komast aftur inn í bíl sinn hótaði hún að skjóta hann með rafbyssu, jafnvel þó hún héldi á venjulegri skammbyssu. Síðan hleypti hún af einu skoti og Wright keyrði á brott. Þá heyrðist Potter lýsa yfir furðu sinni og virtist hún hissa á því að hún hefði skotið Wright, sem dó skömmu seinna. „Hver þremillinn. Ég skaut hann,“ sagði hún. AP fréttaveitan hefur eftir Mike Elliott, borgarstjóra Broooklyn Center, að atvikið sé einkar sorglegt og að réttast væri að reka konuna úr lögreglunni. Borgarráð Brooklyn Center hefur veitt Elliott yfirráð yfir lögreglunni og segir í frétt StarTribune að hann muni taka ákvörðun seinna í dag um það hvort hann ætli að reka Tim Gannon, lögreglustjóra. Elliott, sem er fyrsti svarti borgarstjóri Brooklyn Center, sagði við mótmælendur í gær að hann og Keith Ellison, fyrsti svarti dómsmálaráðherra Minnesota, myndu ganga úr skugga að réttlætið næði fram að ganga. Sjá einnig: Eldfimt ástand í Minnesota Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá mótmælunum og átökunum í gærkvöldi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Lögreglustjóri Brooklyn Center, lýsti atvikinu þar sem hinn tuttugu ára gamli Daunte Wright var skotinn til bana sem slysaskoti. Hann hafði verið stöðvaður af lögregluþjónum fyrir umferðalagabrot en reyndi að komast undan. Wright var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara vegna dómsmáls. Lögreglan birti í gær myndband úr vestismyndavél konunnar sem skaut Wright. Hún heitir Kimberly A. Potter, er 48 ára gömul og hefur verið í lögreglunni í 26 ár. Hún var sett í leyfi eftir atvikið, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins StarTribune. Á myndbandinu má sjá að þegar Wright reyndi að komast aftur inn í bíl sinn hótaði hún að skjóta hann með rafbyssu, jafnvel þó hún héldi á venjulegri skammbyssu. Síðan hleypti hún af einu skoti og Wright keyrði á brott. Þá heyrðist Potter lýsa yfir furðu sinni og virtist hún hissa á því að hún hefði skotið Wright, sem dó skömmu seinna. „Hver þremillinn. Ég skaut hann,“ sagði hún. AP fréttaveitan hefur eftir Mike Elliott, borgarstjóra Broooklyn Center, að atvikið sé einkar sorglegt og að réttast væri að reka konuna úr lögreglunni. Borgarráð Brooklyn Center hefur veitt Elliott yfirráð yfir lögreglunni og segir í frétt StarTribune að hann muni taka ákvörðun seinna í dag um það hvort hann ætli að reka Tim Gannon, lögreglustjóra. Elliott, sem er fyrsti svarti borgarstjóri Brooklyn Center, sagði við mótmælendur í gær að hann og Keith Ellison, fyrsti svarti dómsmálaráðherra Minnesota, myndu ganga úr skugga að réttlætið næði fram að ganga. Sjá einnig: Eldfimt ástand í Minnesota Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá mótmælunum og átökunum í gærkvöldi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira