Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 09:47 Lögregluþjónninn sagðist ætla að beita rafbyssu gegn Wright en hélt þó á skammbyssu. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. Lögreglustjóri Brooklyn Center, lýsti atvikinu þar sem hinn tuttugu ára gamli Daunte Wright var skotinn til bana sem slysaskoti. Hann hafði verið stöðvaður af lögregluþjónum fyrir umferðalagabrot en reyndi að komast undan. Wright var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara vegna dómsmáls. Lögreglan birti í gær myndband úr vestismyndavél konunnar sem skaut Wright. Hún heitir Kimberly A. Potter, er 48 ára gömul og hefur verið í lögreglunni í 26 ár. Hún var sett í leyfi eftir atvikið, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins StarTribune. Á myndbandinu má sjá að þegar Wright reyndi að komast aftur inn í bíl sinn hótaði hún að skjóta hann með rafbyssu, jafnvel þó hún héldi á venjulegri skammbyssu. Síðan hleypti hún af einu skoti og Wright keyrði á brott. Þá heyrðist Potter lýsa yfir furðu sinni og virtist hún hissa á því að hún hefði skotið Wright, sem dó skömmu seinna. „Hver þremillinn. Ég skaut hann,“ sagði hún. AP fréttaveitan hefur eftir Mike Elliott, borgarstjóra Broooklyn Center, að atvikið sé einkar sorglegt og að réttast væri að reka konuna úr lögreglunni. Borgarráð Brooklyn Center hefur veitt Elliott yfirráð yfir lögreglunni og segir í frétt StarTribune að hann muni taka ákvörðun seinna í dag um það hvort hann ætli að reka Tim Gannon, lögreglustjóra. Elliott, sem er fyrsti svarti borgarstjóri Brooklyn Center, sagði við mótmælendur í gær að hann og Keith Ellison, fyrsti svarti dómsmálaráðherra Minnesota, myndu ganga úr skugga að réttlætið næði fram að ganga. Sjá einnig: Eldfimt ástand í Minnesota Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá mótmælunum og átökunum í gærkvöldi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Lögreglustjóri Brooklyn Center, lýsti atvikinu þar sem hinn tuttugu ára gamli Daunte Wright var skotinn til bana sem slysaskoti. Hann hafði verið stöðvaður af lögregluþjónum fyrir umferðalagabrot en reyndi að komast undan. Wright var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara vegna dómsmáls. Lögreglan birti í gær myndband úr vestismyndavél konunnar sem skaut Wright. Hún heitir Kimberly A. Potter, er 48 ára gömul og hefur verið í lögreglunni í 26 ár. Hún var sett í leyfi eftir atvikið, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins StarTribune. Á myndbandinu má sjá að þegar Wright reyndi að komast aftur inn í bíl sinn hótaði hún að skjóta hann með rafbyssu, jafnvel þó hún héldi á venjulegri skammbyssu. Síðan hleypti hún af einu skoti og Wright keyrði á brott. Þá heyrðist Potter lýsa yfir furðu sinni og virtist hún hissa á því að hún hefði skotið Wright, sem dó skömmu seinna. „Hver þremillinn. Ég skaut hann,“ sagði hún. AP fréttaveitan hefur eftir Mike Elliott, borgarstjóra Broooklyn Center, að atvikið sé einkar sorglegt og að réttast væri að reka konuna úr lögreglunni. Borgarráð Brooklyn Center hefur veitt Elliott yfirráð yfir lögreglunni og segir í frétt StarTribune að hann muni taka ákvörðun seinna í dag um það hvort hann ætli að reka Tim Gannon, lögreglustjóra. Elliott, sem er fyrsti svarti borgarstjóri Brooklyn Center, sagði við mótmælendur í gær að hann og Keith Ellison, fyrsti svarti dómsmálaráðherra Minnesota, myndu ganga úr skugga að réttlætið næði fram að ganga. Sjá einnig: Eldfimt ástand í Minnesota Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá mótmælunum og átökunum í gærkvöldi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira