Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 12:38 Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann bar af sér sakir á viðburði „Kvenna fyrir Bandaríkin fyrst“ í Doral-klúbbi Trump fyrrverandi forseta í gær. AP/Marta Lavandier Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. Gaetz, sem er 38 ára gamall, er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Nýlega var greint frá því að dómsmálaráðuneytið hefði opnað rannsókn á því hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og gerst sekur um mansal með því að hafa greitt henni til að ferðast með sér á milli ríkja í Bandaríkjunum. Joel Greenberg, vinur Gaetz frá Flórída, hefur verið ákærður fyrir mansal á stúlku undir lögaldri. Vísbendingar eru um að hann semji nú við saksóknara um að veita þeim upplýsingar í rannsókninni á þingmanninum. Yfirvöld grunar að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum. Gaetz er sagður hafa stært sig af því að hann hafi hitt konur í gegnum Greenberg og jafnvel sýnt myndir af nöktum eða berbrjósta konum fólki sem hann hitti í samkvæmum. CNN-fréttastöðin hafði eftir heimildarmanni að Gaetz hefði sýnt sér slíka mynd í þingsal fulltrúadeildarinnar í Washington-borg. Washington Post segir að rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar beinist ekki aðeins að meintu kynferðislegu misferli Gaetz heldur einnig ásökunum um að hann hafi msibeitt opinberum gagnagrunni með persónuupplýsingum, notað kosningasjóði í persónulega þágu og þegið gjafir sem þingmenn mega ekki þiggja. Greenberg er meðal annars sakaður um að hafa sem skattinnheimtustjóri í Seminole-sýslu nýtt sér gagnagrunn til að framleiða fölsuð skilríki fyrir ungar konur sem hann átti í kynferðislegu sambandi við. Siðanefndin getur ávítað þingmenn, sektað þá og jafnvel vísað af þingi. Rannsóknir hennar taka yfirleitt fleiri mánuði og lýkur þeim að jafnaði með skýrslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjálfur heldur Gaetz, sem hefur ekki verið ákærður fyrir glæp, því fram að rannsóknirnar séu einhvers konar ofsóknir gegn sér vegna pólitíska skoðana sinna. Rannsóknin hófst þó í tíð Trump forseta. Bandaríkin Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Gaetz, sem er 38 ára gamall, er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Nýlega var greint frá því að dómsmálaráðuneytið hefði opnað rannsókn á því hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og gerst sekur um mansal með því að hafa greitt henni til að ferðast með sér á milli ríkja í Bandaríkjunum. Joel Greenberg, vinur Gaetz frá Flórída, hefur verið ákærður fyrir mansal á stúlku undir lögaldri. Vísbendingar eru um að hann semji nú við saksóknara um að veita þeim upplýsingar í rannsókninni á þingmanninum. Yfirvöld grunar að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum. Gaetz er sagður hafa stært sig af því að hann hafi hitt konur í gegnum Greenberg og jafnvel sýnt myndir af nöktum eða berbrjósta konum fólki sem hann hitti í samkvæmum. CNN-fréttastöðin hafði eftir heimildarmanni að Gaetz hefði sýnt sér slíka mynd í þingsal fulltrúadeildarinnar í Washington-borg. Washington Post segir að rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar beinist ekki aðeins að meintu kynferðislegu misferli Gaetz heldur einnig ásökunum um að hann hafi msibeitt opinberum gagnagrunni með persónuupplýsingum, notað kosningasjóði í persónulega þágu og þegið gjafir sem þingmenn mega ekki þiggja. Greenberg er meðal annars sakaður um að hafa sem skattinnheimtustjóri í Seminole-sýslu nýtt sér gagnagrunn til að framleiða fölsuð skilríki fyrir ungar konur sem hann átti í kynferðislegu sambandi við. Siðanefndin getur ávítað þingmenn, sektað þá og jafnvel vísað af þingi. Rannsóknir hennar taka yfirleitt fleiri mánuði og lýkur þeim að jafnaði með skýrslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjálfur heldur Gaetz, sem hefur ekki verið ákærður fyrir glæp, því fram að rannsóknirnar séu einhvers konar ofsóknir gegn sér vegna pólitíska skoðana sinna. Rannsóknin hófst þó í tíð Trump forseta.
Bandaríkin Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira