Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 23:14 Matt Gaetz, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Vísir/EPA Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. Matt Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann var einn helsti haukurinn í horni Trump fyrrverandi forseta á Bandaríkjaþingi. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi nokkrum mánuðum fyrir stjórnarskiptin í vetur hafið rannsókn á hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og greitt fyrir að hún ferðaðist með honum. Þannig kunni Gaetz, sem er 38 ára gamall, að hafa gerst sekur um mansal. Alríkislög banna að einstaklingum undir átján ára aldri séu fengnir til að ferðast yfir ríkismörk til að stunda kynlíf í skiptum fyrir fjármuni eða önnur verðmæti. Bandaríska blaðið segir að ákærur fyrir slík brot séu oft gefnar út og þeir sem séu sakfelldir hljóti þunga fangelsisdóma. Rannsóknin er sögð tengjast umfangsmeiri rannsókn á pólitískum bandamanni Gaetz sem var ákærður fyrir mansal á barni og fyrir að halda uppi fólki fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf, þar á meðal stúlku undir lögaldri. Sjálfur heldur Gaetz því fram að rannsóknin sé hluti af fölskum ásökunum á hendur sér og fjárkúgun gegn sér og fjölskyldu sinni. Í röð tísta sakar hann fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins um að hafa hótað því að rústa mannorði hans nema Gaetz greiddi honum 25 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði við New York Times að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð lögmönnum hans að hann væri viðfangsefni rannsóknar en ekki skotmark hennar. „Mig grunar að einhver sé að reyna að endurskilgreina rausnarskap minn við fyrrverandi kærustur sem eitthvað óeðlilegra,“ sagði þingmaðurinn. Í viðtali við vefmiðilinn Axios sagðist Gaetz hafa sannarlega séð fyrir konum sem átti í ástarsambandi við. „Þú veist, ég hef greitt fyrir flugferðir, fyrir hótelherbergi. Ég hefur verið örlátur ástmaður. ÉG held að einhver sé að reyna að láta það virðast glæpsamlegt þegar það er það ekki í raun,“ sagði Gaetz, fullviss um að engin þeirra kvenna hefði verið undir lögaldri. Fréttir af rannsókninni eru kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir innan við viku tísti Gaetz tillögu að nafni ef hann yrði sjálfur miðpunktur hneykslismáls. „Ég vil Gaetzgate,“ tísti Gaetz og vísaði til Watergate-hneykslisins en mörg hneykslismál hafa síðan verið kennd við „gate“. Deal. I want Gaetzgate. https://t.co/MB8sYjwJcT— Matt Gaetz (@mattgaetz) March 25, 2021 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Matt Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann var einn helsti haukurinn í horni Trump fyrrverandi forseta á Bandaríkjaþingi. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi nokkrum mánuðum fyrir stjórnarskiptin í vetur hafið rannsókn á hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og greitt fyrir að hún ferðaðist með honum. Þannig kunni Gaetz, sem er 38 ára gamall, að hafa gerst sekur um mansal. Alríkislög banna að einstaklingum undir átján ára aldri séu fengnir til að ferðast yfir ríkismörk til að stunda kynlíf í skiptum fyrir fjármuni eða önnur verðmæti. Bandaríska blaðið segir að ákærur fyrir slík brot séu oft gefnar út og þeir sem séu sakfelldir hljóti þunga fangelsisdóma. Rannsóknin er sögð tengjast umfangsmeiri rannsókn á pólitískum bandamanni Gaetz sem var ákærður fyrir mansal á barni og fyrir að halda uppi fólki fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf, þar á meðal stúlku undir lögaldri. Sjálfur heldur Gaetz því fram að rannsóknin sé hluti af fölskum ásökunum á hendur sér og fjárkúgun gegn sér og fjölskyldu sinni. Í röð tísta sakar hann fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins um að hafa hótað því að rústa mannorði hans nema Gaetz greiddi honum 25 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði við New York Times að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð lögmönnum hans að hann væri viðfangsefni rannsóknar en ekki skotmark hennar. „Mig grunar að einhver sé að reyna að endurskilgreina rausnarskap minn við fyrrverandi kærustur sem eitthvað óeðlilegra,“ sagði þingmaðurinn. Í viðtali við vefmiðilinn Axios sagðist Gaetz hafa sannarlega séð fyrir konum sem átti í ástarsambandi við. „Þú veist, ég hef greitt fyrir flugferðir, fyrir hótelherbergi. Ég hefur verið örlátur ástmaður. ÉG held að einhver sé að reyna að láta það virðast glæpsamlegt þegar það er það ekki í raun,“ sagði Gaetz, fullviss um að engin þeirra kvenna hefði verið undir lögaldri. Fréttir af rannsókninni eru kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir innan við viku tísti Gaetz tillögu að nafni ef hann yrði sjálfur miðpunktur hneykslismáls. „Ég vil Gaetzgate,“ tísti Gaetz og vísaði til Watergate-hneykslisins en mörg hneykslismál hafa síðan verið kennd við „gate“. Deal. I want Gaetzgate. https://t.co/MB8sYjwJcT— Matt Gaetz (@mattgaetz) March 25, 2021
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira