Íslenski boltinn

Enskur framherji til Fylkis

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýjasti leikmaður Fylkis er hér til vinstri í varaliðsleik West Ham og Arsenal fyrir sex árum síðan.
Nýjasti leikmaður Fylkis er hér til vinstri í varaliðsleik West Ham og Arsenal fyrir sex árum síðan. vísir/Getty

Fylkismenn hafa bætt nýjum sóknarmanni við leikmannahóp sinn fyrir átökin í Pepsi Max deildinni í sumar.

Enski framherjinn Jordan Brown er genginn í raðir Árbæinga og gerir hann tveggja ára samning við félagið.

Brown er 24 ára gamall og ólst upp í akademíu enska stórliðsins Arsenal. Sautján ára gamall færði hann sig um set í Lundúnum og gekk í raðir West Ham þar sem hann fékk atvinnumannasamning en náði þó ekki að leika deildarleik fyrir aðallið félagsins.

Hann lék þó einn leik fyrir aðallið West Ham, þegar hann kom inná sem varamaður í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Brown lék síðast með þýska D-deildarliðinu Aalen en rifti samningi sínum þar í síðasta mánuði eftir að hafa skorað eitt mark í sex leikjum með liðinu á yfirstandandi leiktíð.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brown farið víða á ferlinum því hann hefur leikið í Kanada og Tékklandi, auk heimalandsins og Þýskalands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.