Forsvarsmenn ITV eru sagðir hafa krafist þess að Morgan bæðist afsökunar á ummælum sínum um Markle og Harry. Hann neitaði, gaf í og var þá látinn fara.epa/Neil Hall
Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar.
Þetta kom fram í samtali Morgan við íhaldssama sjónvarpsmanninn Tucker Carlson á Fox News en um er að ræða fyrsta viðtalið sem Morgan veitir frá því að hann var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnanda Good Morning Britain.
Ummæli Morgan í morgunþættinum, þar sem hann sakaði Markle meðal annars um lygar, vöktu mikla reiði og metfjöldi kvartaði til eftirlitsaðilans Ofcom.
„Gamlir, ungir, svartir, hvítir; gildir einu. Þeir hafa allir komið upp að mér allan daginn, alla daga,“ sagði Morgan um hinn mikla stuðning við sig.
Í viðtalinu sakaði hann Markle og Harry um óheiðarlega árás á konungsfjölskylduna.
Morgan kallaði viðtalið „hallærislegt, smekklaust, óeinlægt“ og sakaði parið um „lygar á alheimsskala“.
Þá sagðist sjónvarpsmaðurinn hafa fengið fjölda starfstilboða í kjölfar fjaðrafoksins.
Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan.
Breska götublaðið The Sun borgaði bandaríska einkaspæjaranum Daniel Hanks fyrir að sækja upplýsingar um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, á fyrstu stigum sambands hennar við Harry Bretaprins. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið í kvöld.
Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður.
Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle.
Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn.
Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar.
Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.