De Gea fær dágóða upphæð ákveði Man United að losa sig við hann í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2021 10:01 David De Gea gæti verið á förum frá Manchester United. EPA-EFE/Andy Rain Nýjasta slúðrið á Bretlandseyjum er að Manchester United gæti reynt að losa sig við spænska markvörðinn David De Gea í sumar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt helgarslúðrinu – sem er nú oft lítið sem ekkert að marka – gæti Ole Gunnar Solskjær tekið til í markvarðarmálum Manchester United í sumar. Sem stendur eru David De Gea og Dean Henderson að berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Englendingurinn ungi hefur heillað í fjarveru De Gea og er talið að sá spænski gæti viljað flytja aftur til Spánar eftir að kærasta hans, söngkonan Edurne, eignaðist þeirra fyrsta barn nýverið. Sjálfur hefur De Gea þó ekki gefið slíkum sögusögnum undir fótinn. We are grateful for your wishes! New red devil comes to the family https://t.co/B9XEtEVH5X— David de Gea (@D_DeGea) March 6, 2021 Hinn 38 ára gamli Lee Grant er þriðji markvörður liðsins sem stendur en hann rennur út á samning í sumar líkt og Sergio Romero sem er enn hjá félaginu þó svo að hann hafi hvorki verið skráðu í leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hinn 24 ára gamli Joel Pereira á láni hjá Huddersfield Town í ensku B-deildinni. Þar fær hann að verma bekkinn en ef verður af þessari miklu hreinsun hjá Man Utd gæti hann setið á varamannabekk Old Trafford á næstu leiktíð. Samningur De Gea rennur ekki út fyrr en sumarið 2023 og þá getur United framlengt hann um ár til viðbótar. Miðað við stöðu flestra knattspyrnuliða í heiminum í dag vegna Covid-19 er erfitt að sjá eitthvað lið punga út tugum milljónum punda sem og himinháum launum fyrir markvörð sem er talinn vera á leiðinni niður hæðina. Reports claim that Manchester United will have to hand top earner David de Gea a sizeable pay-off if he were to lead a huge keeper clear-out at Old Trafford in the summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 4, 2021 Ef Man Utd tekst að selja hann er nær öruggt að félagið þarf að borga hann út. Það er borga hluta af laununum sem hann verður af með því að skrifa undir hjá öðru félagi. Það er eitthvað sem hefur einkennt Manchester United undanfarin ár en félagið hefur oftar en ekki skotið sig í fótinn þegar kemur að himinháum samningum við leikmenn sem eru einfaldlega búnir á hæsta stigi. Man Utd borgaði til að mynda upp samning Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger áður en þeir héldu í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þá þurfti að borga upp allavega hluta af samning Alexis Sanchez áður en hann samdi við Inter Milan. Það gæti því vel verið að Solskjær ákveði einfaldlega að henda De Gea á bekkinn og vona að hann biðji um sölu þegar félagaskiptaglugginn opnar. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós. David De Gea var ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Brighton í gær. Aðspurður sagði Ole Gunnar Solskjaer að það eina sem það þýddi væri að liðið væri með tvo virkilega góða markmenn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt helgarslúðrinu – sem er nú oft lítið sem ekkert að marka – gæti Ole Gunnar Solskjær tekið til í markvarðarmálum Manchester United í sumar. Sem stendur eru David De Gea og Dean Henderson að berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Englendingurinn ungi hefur heillað í fjarveru De Gea og er talið að sá spænski gæti viljað flytja aftur til Spánar eftir að kærasta hans, söngkonan Edurne, eignaðist þeirra fyrsta barn nýverið. Sjálfur hefur De Gea þó ekki gefið slíkum sögusögnum undir fótinn. We are grateful for your wishes! New red devil comes to the family https://t.co/B9XEtEVH5X— David de Gea (@D_DeGea) March 6, 2021 Hinn 38 ára gamli Lee Grant er þriðji markvörður liðsins sem stendur en hann rennur út á samning í sumar líkt og Sergio Romero sem er enn hjá félaginu þó svo að hann hafi hvorki verið skráðu í leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hinn 24 ára gamli Joel Pereira á láni hjá Huddersfield Town í ensku B-deildinni. Þar fær hann að verma bekkinn en ef verður af þessari miklu hreinsun hjá Man Utd gæti hann setið á varamannabekk Old Trafford á næstu leiktíð. Samningur De Gea rennur ekki út fyrr en sumarið 2023 og þá getur United framlengt hann um ár til viðbótar. Miðað við stöðu flestra knattspyrnuliða í heiminum í dag vegna Covid-19 er erfitt að sjá eitthvað lið punga út tugum milljónum punda sem og himinháum launum fyrir markvörð sem er talinn vera á leiðinni niður hæðina. Reports claim that Manchester United will have to hand top earner David de Gea a sizeable pay-off if he were to lead a huge keeper clear-out at Old Trafford in the summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 4, 2021 Ef Man Utd tekst að selja hann er nær öruggt að félagið þarf að borga hann út. Það er borga hluta af laununum sem hann verður af með því að skrifa undir hjá öðru félagi. Það er eitthvað sem hefur einkennt Manchester United undanfarin ár en félagið hefur oftar en ekki skotið sig í fótinn þegar kemur að himinháum samningum við leikmenn sem eru einfaldlega búnir á hæsta stigi. Man Utd borgaði til að mynda upp samning Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger áður en þeir héldu í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þá þurfti að borga upp allavega hluta af samning Alexis Sanchez áður en hann samdi við Inter Milan. Það gæti því vel verið að Solskjær ákveði einfaldlega að henda De Gea á bekkinn og vona að hann biðji um sölu þegar félagaskiptaglugginn opnar. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós. David De Gea var ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Brighton í gær. Aðspurður sagði Ole Gunnar Solskjaer að það eina sem það þýddi væri að liðið væri með tvo virkilega góða markmenn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira