Bóluefni Pfizer með fullkomna virkni hjá tólf til fimmtán ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2021 13:09 Pfizer segir bóluefnið hafa fullkomna virkni meðal barna á aldrinum 12 til 15 ára. Forsvarsmen Pfizer segja nýjustu rannsóknir sýna að bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 sé 100 prósent virkt þegar það er gefið börnum á aldrinum 12 til 15 ára og framkalli öflugt ónæmisviðbragð. Þetta eru enn betri niðurstöður en hjá aldurshópnum 16 til 25 ára. Um 2.260 þátttakendur tóku þátt í tilrauninni og talsmenn Pfizer og samstarfsaðilans BioNTech segjast munu leggja niðurstöðurnar fyrir bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) og Lyfjastofnun Evrópu á næstunni. Munu fyrirtækin fara fram á að markaðsleyfin fyrir bóluefnið verði útvíkkað og látið ná til barna og ungmenna en eins og er stendur er ekki mælt með bólusetningu yngri en 16 ára. Haft var eftir framkvæmdastjóra Pfizer í fréttatilkynningu að vonir stæðu til að hægt yrði að hefja bólusetningar í umræddum aldurshópum fyrir næsta skólaár. Tilraunin leiddi í ljós að á meðan átján börn í viðmiðunarhóp greindust með Covid-19, greindist enginn sem hafði fengið bóluefnið. Þá sýndu blóðprufur fram á sterkt ónæmissvar um mánuði eftir að þátttakendur fengu seinni skammtinn af efninu. Hvað varðar aukaverkanir, sagði Pfizer að börnin virstu þola bóluefnið vel. Pfizer og BioNTeck vinna nú að rannsóknum áhrifa bóluefnisins á ung börn, þau yngstu sex mánaða gömul. Þátttakendur á aldrinum 5 til 11 ára fengu fyrsta skammt í síðustu viku og stefnt er að því að gefa aldurshópnum 2 til 5 ára fyrsta skammt í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Þetta eru enn betri niðurstöður en hjá aldurshópnum 16 til 25 ára. Um 2.260 þátttakendur tóku þátt í tilrauninni og talsmenn Pfizer og samstarfsaðilans BioNTech segjast munu leggja niðurstöðurnar fyrir bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) og Lyfjastofnun Evrópu á næstunni. Munu fyrirtækin fara fram á að markaðsleyfin fyrir bóluefnið verði útvíkkað og látið ná til barna og ungmenna en eins og er stendur er ekki mælt með bólusetningu yngri en 16 ára. Haft var eftir framkvæmdastjóra Pfizer í fréttatilkynningu að vonir stæðu til að hægt yrði að hefja bólusetningar í umræddum aldurshópum fyrir næsta skólaár. Tilraunin leiddi í ljós að á meðan átján börn í viðmiðunarhóp greindust með Covid-19, greindist enginn sem hafði fengið bóluefnið. Þá sýndu blóðprufur fram á sterkt ónæmissvar um mánuði eftir að þátttakendur fengu seinni skammtinn af efninu. Hvað varðar aukaverkanir, sagði Pfizer að börnin virstu þola bóluefnið vel. Pfizer og BioNTeck vinna nú að rannsóknum áhrifa bóluefnisins á ung börn, þau yngstu sex mánaða gömul. Þátttakendur á aldrinum 5 til 11 ára fengu fyrsta skammt í síðustu viku og stefnt er að því að gefa aldurshópnum 2 til 5 ára fyrsta skammt í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila