Erlent

Helmingur Breta nú með mót­efni

Atli Ísleifsson skrifar
Hópur Lundúnabúa söfnuðust saman í góða veðrinu á Primrose Hill í gær.
Hópur Lundúnabúa söfnuðust saman í góða veðrinu á Primrose Hill í gær. EPA

Helmingur allra Breta er nú kominn með mótefni gegn kórónuveirunni, annaðhvort eftir að hafa smitast af veirunni, eða eftir að hafa fengið bóluefni gegn hanni.

Þetta sýna nýjar tölur hagstofunnar þar í landi en Guardian greinir frá málinu.

Samkvæmt tölunum myndu nú 54,7 prósent Englendinga mælast með mótefni í blóði sínu en miðað var við tölur frá 14. mars síðastliðnum. Í Wales er talan aðeins lægri, eða 50,5 prósent og í Skotlandi er hún talin vera 42,6 prósent.

Rannsóknin var framkvæmd á þann hátt að blóðsýni voru tekin úr stórum hópi fólks sem valið var af handahófi, sextán ára og eldra.

Þetta bendir til að bólusetningar í Bretlandi hafi skilað árangri, en um þrjátíu milljónir manna þar í landi hafa nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt bóluefnis.

Um 4,3 milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Bretlandi frá upphafi faraldursins og þá hafa rúmlega 126 þúsund dauðsföll verið rakin til Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×