Erlent

Fimm látnir eftir að ský­strókar gengu yfir í Ala­bama

Atli Ísleifsson skrifar
Eyðileggingin varð einna mest í bænum Ohatchee í Calhoun-sýslu.
Eyðileggingin varð einna mest í bænum Ohatchee í Calhoun-sýslu. AP/Butch Dill

Að minnsta kosti fimm eru látnir og fjöldi slasaðist eftir að skýstrókar gengu yfir svæði í Alabama í Bandaríkjunum í gær.

Veðurstofa Bandaríkjanna (NWS) segir einn skýstrókanna hafa farið yfir um 160 kílómetra svæði. Alabama Media Group segir að flest dauðsföllin hafi orðið í bænum Ohatchee í Calhoun-sýslu.

Skemmdir hafa sömuleiðis orðið á fjölda mannvirkja, þar á meðal kirkju sem eyðilagðist eftir að hún varð á vegi eins skýstókanna.

Skýstrókarnir mynduðust í óveðri sem hefur sömuleiðis valdið miklum flóðum á ákveðnum svæðinum í ríkinu. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja einnig frá því að lögreglumaður í bænum Florence hafi slasast eftir að hafa orðið fyrir eldingu þegar hann var í útkalli. Honum tókst þó sjálfum að hafa samband við sjúkralið og var hann fluttur á sjúkrahús með brunasár.

Árið 2019 létu rúmlega tuttugu manns lífið af völdum skýstróka í Alabama.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×