Erlent

Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, greindi frá tillögunum í dag. Hlutabréf í flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum tóku dýfu við tíðindin.
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, greindi frá tillögunum í dag. Hlutabréf í flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum tóku dýfu við tíðindin. Vísir/EPA

Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Til stendur að núgildandi bann við óþarfa ferðalögum erlendis verði endurskoðað í næsta mánuði og að því verði mögulega aflétt frá og með 17. maí. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að ákvæði um sektarheimild verði fest í lög ef ekki reynist hægt að slaka á ferðatakmörkunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Sektin næmi 5.000 pundum, jafnvirði rúmlega 863 þúsund íslenskra króna.

Faraldurinn hefur sótt í sig veðrið aftur víða í Evrópu undanfarna daga. Því hafa vonir um að bresk stjórnvöld gætu slakað á ferðatakmörkunum á næstunni dvínað. Hancock sagði of snemmt að segja til um til hvaða aðgerða ríkisstjórnin gripi vegna orlofsferða landsmanna.

„Ástæðan fyrir því er að við sjáum þriðju bylgjuna rísa sums staðar í Evrópu og við sjáum líka ný afbrigði og það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um þann árangur sem við höfum náð hér í Bretlandi,“ sagði ráðherrann í dag.


Tengdar fréttir

Ekki útilokað að ferðabann verði framlengt

Varnarmálaráðherra Bretlands segir ekki hægt að útiloka þann möguleika að ferðabann verði framlengt í því skyni að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Það sé því ekki skynsamlegt að bóka utanlandsferðir eins og staðan sé núna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×