Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og Boeing munu í kvöld kveikja á fjórum hreyflum fyrstu eldflaugarinnar sem skjóta á á braut um tunglið seinna á árinu.
Þróun eldflaugarinnar sem kallast Space Launch System, hefur staðið yfir um árabil og hefur fyrsta geimskotinu ítrekað verið frestað. Fyrst átti að skjóta eldflauginni á loft árið 2016 en nú stendur til að gera það í nóvember.
SLS eldflaugarnar eiga að bera menn til tunglsins og seinna meir til Mars.
Þegar kveikt verður á hreyflunum eiga þeir að loka í rúmar átta mínútur, sem þeir myndu einnig gera í raunverulegu geimskoti.Byrjað er að fylla á eldsneytistanka hreyflanna fjögurra en þeir taka rúmlega tvo og hálfa milljón lítra af ofurkældu fljótandi súrefni og vetni.
Tilraunaglugginn svokallaði opnar klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma, og verður opinn í tvær klukkustundir. Fylgjast má með tilrauninni hér að neðan en útsendingin á að hefjast um hálftíma fyrir tilraunina.
Þetta er áttunda og væntanlega síðasta tilraun NASA og Boeing með hreyflana og eftir hana stendur til að flytja hreyflana til Flórída. Þar verður eldflaugin smíðuð að fullu, Orion geimfari komið fyrir á toppi hennar og öllu klabbinu skotið á braut um tunglið í fyrsta Artemis-geimskotinu.
Artemis er heiti áætlunar NASA um að senda menn aftur til tunglsins fyrir lok ársins 2024.
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stefnir á að gera enn eina tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System sem hönnuð hefur verið til að senda menn til tunglsins og til Mars. Þróunarvinnan hefur þó dregist verulega og kostað mun meira en til stóð.
Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði.
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars.
Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.