Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2018 11:17 Upprunalega stóð til að skjóta SLS fyrst á loft í fyrra. Því hefur verið frestað í tvö og hálft og verður líklegast frestað lengur en það. Vísir/NASA Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. Eldflaugin ber nafnið Space Launch System en verkefnið er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en upprunalega stóð til. Á sama tíma eru einkafyrirtæki að þróa eldflaugar sem einnig væri hægt að nota, að því er virðist með betri árangri. Ef verkefnið á að klárast þarf að setja mun meiri fjármuni í það og gæti kostnaðurinn endað í níu milljörðum dala. Það er tvöfalt það sem verkefnið átti að kosta í upphafi og jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skýrslu innri endurskoðenda NASA hefur Boeing, sem er stærsti samstarfsaðili NASA við gerð eldflaugarinnar, klárað nánast allt fjármagnið sem fyrirtækið fékk. Áætlað er að fjárveitingin muni klárast í byrjun næsta árs og er það þremur árum á undan áætlun og þar að auki hefur Beoing ekki smíðað eina einustu eldflaug.Í skýrslunni er Boeing að miklu leyti kennt um hvernig komið er fyrir verkefninu.Frestað um tvö og hálft árWashington Post bendir á að upprunalega hafi staðið til að fyrsta tilraunaskot SLS færi fram á síðasta ári og fyrsta mannaða skotið árið 2021. Báðum geimskotunum hefur nú frestað um tvö og hálft ár og er útlit fyrir að þeim verði frestað lengur.Gagnrýnendur hafa gefið verkefninu nafnið „Senate Launch System“ til marks um að eina markmið þess sé að skapa störf í tilteknum umdæmum þingmanna. Þrátt fyrir þessar tafir og kostnað hafa NASA og þingið staðið við verkefnið og segja það nauðsynlegt til að ná langtímamarkmiðum Geimvísindastofnunarinnar varðandi það að koma mönnum út í geim. Einn af yfirmönnum NASA sagði í sumar að þróun SLS væri eindæmi. Verið væri að þróa stærstu eldflaug heims sem gæti borið meiri farm út í heim en áður hefur þekkst. Forsvarsmenn Boeing sögðu í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi, vegna skýrslu innri endurskoðenda NASA, að fyrirtækið hefði þegar tekið tillit til skýrslunnar. Þar að auki fælust erfiðleikar í því að þróa eldflaug sem þessa. Slíkt hefði aldrei verið gert áður.Vinna sömu vinnu fyrir minna fé Á meðan Boeing og NASA virðast vera í vandræðum eru einkafyrirtæki að þróa sambærilegar eldflaugar með betri árangri. Þar að auki mun hvert geimskot þeirra fyrirtækja kosta mun minna. SpaceX er að vinna að Falcon Heavy, sem er kraftmesta eldflaugin í notkun í dag en tilraunaskot var framkvæmt fyrr á þessu ári, og eldflauginni BFR (Big Fucking Rocket). Þar að auki er Blue Origin, í eigu Jeff Bezos, að vinna að þróun eldflaugar sem kallast New Glenn. Báðar þessar eldflaugar eru hannaðar til þess að lenda aftur eftir hvert geimskot svo hægt sé að nota þær aftur svo hægt sé að spara mikið fé. SLS er ætlað að falla í hafið og sökkva. Vísindi Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. Eldflaugin ber nafnið Space Launch System en verkefnið er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en upprunalega stóð til. Á sama tíma eru einkafyrirtæki að þróa eldflaugar sem einnig væri hægt að nota, að því er virðist með betri árangri. Ef verkefnið á að klárast þarf að setja mun meiri fjármuni í það og gæti kostnaðurinn endað í níu milljörðum dala. Það er tvöfalt það sem verkefnið átti að kosta í upphafi og jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skýrslu innri endurskoðenda NASA hefur Boeing, sem er stærsti samstarfsaðili NASA við gerð eldflaugarinnar, klárað nánast allt fjármagnið sem fyrirtækið fékk. Áætlað er að fjárveitingin muni klárast í byrjun næsta árs og er það þremur árum á undan áætlun og þar að auki hefur Beoing ekki smíðað eina einustu eldflaug.Í skýrslunni er Boeing að miklu leyti kennt um hvernig komið er fyrir verkefninu.Frestað um tvö og hálft árWashington Post bendir á að upprunalega hafi staðið til að fyrsta tilraunaskot SLS færi fram á síðasta ári og fyrsta mannaða skotið árið 2021. Báðum geimskotunum hefur nú frestað um tvö og hálft ár og er útlit fyrir að þeim verði frestað lengur.Gagnrýnendur hafa gefið verkefninu nafnið „Senate Launch System“ til marks um að eina markmið þess sé að skapa störf í tilteknum umdæmum þingmanna. Þrátt fyrir þessar tafir og kostnað hafa NASA og þingið staðið við verkefnið og segja það nauðsynlegt til að ná langtímamarkmiðum Geimvísindastofnunarinnar varðandi það að koma mönnum út í geim. Einn af yfirmönnum NASA sagði í sumar að þróun SLS væri eindæmi. Verið væri að þróa stærstu eldflaug heims sem gæti borið meiri farm út í heim en áður hefur þekkst. Forsvarsmenn Boeing sögðu í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi, vegna skýrslu innri endurskoðenda NASA, að fyrirtækið hefði þegar tekið tillit til skýrslunnar. Þar að auki fælust erfiðleikar í því að þróa eldflaug sem þessa. Slíkt hefði aldrei verið gert áður.Vinna sömu vinnu fyrir minna fé Á meðan Boeing og NASA virðast vera í vandræðum eru einkafyrirtæki að þróa sambærilegar eldflaugar með betri árangri. Þar að auki mun hvert geimskot þeirra fyrirtækja kosta mun minna. SpaceX er að vinna að Falcon Heavy, sem er kraftmesta eldflaugin í notkun í dag en tilraunaskot var framkvæmt fyrr á þessu ári, og eldflauginni BFR (Big Fucking Rocket). Þar að auki er Blue Origin, í eigu Jeff Bezos, að vinna að þróun eldflaugar sem kallast New Glenn. Báðar þessar eldflaugar eru hannaðar til þess að lenda aftur eftir hvert geimskot svo hægt sé að nota þær aftur svo hægt sé að spara mikið fé. SLS er ætlað að falla í hafið og sökkva.
Vísindi Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36