Erlent

Græn­lenskur togari sokkinn eftir tveggja daga elds­voða

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglu á Grænlandi barst tilkynning um eld um borð í togara um kvöldmatarleytið á mánudag.
Lögreglu á Grænlandi barst tilkynning um eld um borð í togara um kvöldmatarleytið á mánudag. Lögregla á Grænlandi

Grænlenski togarinn Polar Aassik er nú sokkinn undan ströndum Qasigiannguit á vesturströnd landsins, en eldur hafði logað í skipinu í um tvo sólarhringa.

Frá þessu greindi lögreglan á Grænlandi í nótt. Í tilkynningunni segir að togarinn, sem er í eigu útgerðarfélagsins Polar Seafood, hafi sokkið á tiltölulega skömmum tíma eftir að sjór komst inn í skrokk skipsins.

Lögreglu á Grænlandi barst tilkynning um eld um borð í togara um kvöldmatarleytið á mánudag, en skamman tíma tók að bjarga öllum tíu skipverjum að landi.

Mikill reykur hafði borist frá skipinu og var því beint til íbúa í Qasigiannguit að loka gluggum og halda sig fjarri ströndinni.

Vinna hófst í morgun við að koma í veg fyrir að olía leki frá skipinu.

Polar Aassik var smíðað árið 1988 og er 33,5 metra langt og um tíu metrar að breidd.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.