Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2021 11:01 Kolaorkuver í Nottinghamskíri á Englandi. Menn hafa dælt milljörðum tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn frá því að iðnbyltingin hófst. Vísir/Getty Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. Stórfelldur bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, frá því að iðnbyltingin hófst á 18. öld hefur losað fleiri milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar. Þessi hraðvaxandi styrkur koltvísýrings veldur hlýnun við yfirborð jarðar, hlýnun sem gæti náð allt frá tveimur til fimm gráðum á þessari öld. Nýlegar mælingar á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí í Kyrrahafi sýndu styrk koltvísýrings upp á 417 hluta af milljón (ppm) nokkra daga í febrúar og mars. Það er um helmingi meiri styrkur en meðaltal áranna 1750 til 1800. Veðurvitni eins og ískjarnar benda til þess að þá hafi styrkurinn verið um 278 ppm að meðaltali. Richard Betts, yfirmaður loftslagsáhrifarannsókna við Hadley-miðstöð bresku veðurstofunnar og prófessor við Háskólann í Exeter, segir nú sé svo komið að árið í ár verði líklega það fyrsta í sögunni þar sem styrkur koltvísýrings er helmingi meiri en fyrir iðnbyltingu lengur en í nokkra daga í senn. 417.08 parts per million (ppm) CO2 in air 14-Mar-2021 https://t.co/MGD5CTru41 Communication restored; data from 27-Feb-2021 to present added to record.— Keeling_Curve (@Keeling_curve) March 15, 2021 200 ár í fjórðungsaukningu en aðeins 35 ár í helmingsaukningu Í grein sem Betts ritar á loftslagsvefinn Carbon Brief lýsir hann hversu mikið hefur hert á aukningu koltvísýrings í lofthjúpnum undanfarin ár. Það tók menn tvö hundruð ár að auka styrkinn um fjórðung árið 1986. Aldarfjórðungi síðar, árið 2011, nam aukningin fjörutíu prósentum. Nú áratug síðar hefur styrkurinn aukist enn meira og er að vera viðvarandi yfir fimmtíu prósent meiri en fyrir iðnbyltingu. Styrkurinn náði fyrst 417 ppm nokkra daga í maí í fyrra, rétt um það leyti sem styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir norðurhvelsveturinn og gróður byrjar að binda hann yfir sumarmánuðina. Þar sem styrkurinn nær hámarki sínu yfir árið í maí segir Betts að styrkurinn verði líklega yfir 417ppm næstu þrjá til fjóra mánuðina. Breska veðurstofan spáir því nú að hæst nái mánaðarlegt meðaltal styrks koltvísýrings 419,5ppm í maí. Betts telur að frá síðari hluta júlí falli styrkurinn líklega undir 417ppm tímabundið en nálgist þær hæðir aftur undir lok ársins. Meðaltal ársins er talið verða 416,3ppm. Miðað við 2,5ppm árlega aukningu sé ljóst að næsta ár verði það versta þar sem ársmeðaltal styrks koltvísýrings verði helmingi hærra en fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn telja að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið hærri í um þrjár milljónir ára, áður en mannskepnan var til. Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Stórfelldur bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, frá því að iðnbyltingin hófst á 18. öld hefur losað fleiri milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar. Þessi hraðvaxandi styrkur koltvísýrings veldur hlýnun við yfirborð jarðar, hlýnun sem gæti náð allt frá tveimur til fimm gráðum á þessari öld. Nýlegar mælingar á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí í Kyrrahafi sýndu styrk koltvísýrings upp á 417 hluta af milljón (ppm) nokkra daga í febrúar og mars. Það er um helmingi meiri styrkur en meðaltal áranna 1750 til 1800. Veðurvitni eins og ískjarnar benda til þess að þá hafi styrkurinn verið um 278 ppm að meðaltali. Richard Betts, yfirmaður loftslagsáhrifarannsókna við Hadley-miðstöð bresku veðurstofunnar og prófessor við Háskólann í Exeter, segir nú sé svo komið að árið í ár verði líklega það fyrsta í sögunni þar sem styrkur koltvísýrings er helmingi meiri en fyrir iðnbyltingu lengur en í nokkra daga í senn. 417.08 parts per million (ppm) CO2 in air 14-Mar-2021 https://t.co/MGD5CTru41 Communication restored; data from 27-Feb-2021 to present added to record.— Keeling_Curve (@Keeling_curve) March 15, 2021 200 ár í fjórðungsaukningu en aðeins 35 ár í helmingsaukningu Í grein sem Betts ritar á loftslagsvefinn Carbon Brief lýsir hann hversu mikið hefur hert á aukningu koltvísýrings í lofthjúpnum undanfarin ár. Það tók menn tvö hundruð ár að auka styrkinn um fjórðung árið 1986. Aldarfjórðungi síðar, árið 2011, nam aukningin fjörutíu prósentum. Nú áratug síðar hefur styrkurinn aukist enn meira og er að vera viðvarandi yfir fimmtíu prósent meiri en fyrir iðnbyltingu. Styrkurinn náði fyrst 417 ppm nokkra daga í maí í fyrra, rétt um það leyti sem styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir norðurhvelsveturinn og gróður byrjar að binda hann yfir sumarmánuðina. Þar sem styrkurinn nær hámarki sínu yfir árið í maí segir Betts að styrkurinn verði líklega yfir 417ppm næstu þrjá til fjóra mánuðina. Breska veðurstofan spáir því nú að hæst nái mánaðarlegt meðaltal styrks koltvísýrings 419,5ppm í maí. Betts telur að frá síðari hluta júlí falli styrkurinn líklega undir 417ppm tímabundið en nálgist þær hæðir aftur undir lok ársins. Meðaltal ársins er talið verða 416,3ppm. Miðað við 2,5ppm árlega aukningu sé ljóst að næsta ár verði það versta þar sem ársmeðaltal styrks koltvísýrings verði helmingi hærra en fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn telja að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið hærri í um þrjár milljónir ára, áður en mannskepnan var til.
Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira