Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2021 11:01 Kolaorkuver í Nottinghamskíri á Englandi. Menn hafa dælt milljörðum tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn frá því að iðnbyltingin hófst. Vísir/Getty Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. Stórfelldur bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, frá því að iðnbyltingin hófst á 18. öld hefur losað fleiri milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar. Þessi hraðvaxandi styrkur koltvísýrings veldur hlýnun við yfirborð jarðar, hlýnun sem gæti náð allt frá tveimur til fimm gráðum á þessari öld. Nýlegar mælingar á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí í Kyrrahafi sýndu styrk koltvísýrings upp á 417 hluta af milljón (ppm) nokkra daga í febrúar og mars. Það er um helmingi meiri styrkur en meðaltal áranna 1750 til 1800. Veðurvitni eins og ískjarnar benda til þess að þá hafi styrkurinn verið um 278 ppm að meðaltali. Richard Betts, yfirmaður loftslagsáhrifarannsókna við Hadley-miðstöð bresku veðurstofunnar og prófessor við Háskólann í Exeter, segir nú sé svo komið að árið í ár verði líklega það fyrsta í sögunni þar sem styrkur koltvísýrings er helmingi meiri en fyrir iðnbyltingu lengur en í nokkra daga í senn. 417.08 parts per million (ppm) CO2 in air 14-Mar-2021 https://t.co/MGD5CTru41 Communication restored; data from 27-Feb-2021 to present added to record.— Keeling_Curve (@Keeling_curve) March 15, 2021 200 ár í fjórðungsaukningu en aðeins 35 ár í helmingsaukningu Í grein sem Betts ritar á loftslagsvefinn Carbon Brief lýsir hann hversu mikið hefur hert á aukningu koltvísýrings í lofthjúpnum undanfarin ár. Það tók menn tvö hundruð ár að auka styrkinn um fjórðung árið 1986. Aldarfjórðungi síðar, árið 2011, nam aukningin fjörutíu prósentum. Nú áratug síðar hefur styrkurinn aukist enn meira og er að vera viðvarandi yfir fimmtíu prósent meiri en fyrir iðnbyltingu. Styrkurinn náði fyrst 417 ppm nokkra daga í maí í fyrra, rétt um það leyti sem styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir norðurhvelsveturinn og gróður byrjar að binda hann yfir sumarmánuðina. Þar sem styrkurinn nær hámarki sínu yfir árið í maí segir Betts að styrkurinn verði líklega yfir 417ppm næstu þrjá til fjóra mánuðina. Breska veðurstofan spáir því nú að hæst nái mánaðarlegt meðaltal styrks koltvísýrings 419,5ppm í maí. Betts telur að frá síðari hluta júlí falli styrkurinn líklega undir 417ppm tímabundið en nálgist þær hæðir aftur undir lok ársins. Meðaltal ársins er talið verða 416,3ppm. Miðað við 2,5ppm árlega aukningu sé ljóst að næsta ár verði það versta þar sem ársmeðaltal styrks koltvísýrings verði helmingi hærra en fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn telja að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið hærri í um þrjár milljónir ára, áður en mannskepnan var til. Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Stórfelldur bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, frá því að iðnbyltingin hófst á 18. öld hefur losað fleiri milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar. Þessi hraðvaxandi styrkur koltvísýrings veldur hlýnun við yfirborð jarðar, hlýnun sem gæti náð allt frá tveimur til fimm gráðum á þessari öld. Nýlegar mælingar á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí í Kyrrahafi sýndu styrk koltvísýrings upp á 417 hluta af milljón (ppm) nokkra daga í febrúar og mars. Það er um helmingi meiri styrkur en meðaltal áranna 1750 til 1800. Veðurvitni eins og ískjarnar benda til þess að þá hafi styrkurinn verið um 278 ppm að meðaltali. Richard Betts, yfirmaður loftslagsáhrifarannsókna við Hadley-miðstöð bresku veðurstofunnar og prófessor við Háskólann í Exeter, segir nú sé svo komið að árið í ár verði líklega það fyrsta í sögunni þar sem styrkur koltvísýrings er helmingi meiri en fyrir iðnbyltingu lengur en í nokkra daga í senn. 417.08 parts per million (ppm) CO2 in air 14-Mar-2021 https://t.co/MGD5CTru41 Communication restored; data from 27-Feb-2021 to present added to record.— Keeling_Curve (@Keeling_curve) March 15, 2021 200 ár í fjórðungsaukningu en aðeins 35 ár í helmingsaukningu Í grein sem Betts ritar á loftslagsvefinn Carbon Brief lýsir hann hversu mikið hefur hert á aukningu koltvísýrings í lofthjúpnum undanfarin ár. Það tók menn tvö hundruð ár að auka styrkinn um fjórðung árið 1986. Aldarfjórðungi síðar, árið 2011, nam aukningin fjörutíu prósentum. Nú áratug síðar hefur styrkurinn aukist enn meira og er að vera viðvarandi yfir fimmtíu prósent meiri en fyrir iðnbyltingu. Styrkurinn náði fyrst 417 ppm nokkra daga í maí í fyrra, rétt um það leyti sem styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir norðurhvelsveturinn og gróður byrjar að binda hann yfir sumarmánuðina. Þar sem styrkurinn nær hámarki sínu yfir árið í maí segir Betts að styrkurinn verði líklega yfir 417ppm næstu þrjá til fjóra mánuðina. Breska veðurstofan spáir því nú að hæst nái mánaðarlegt meðaltal styrks koltvísýrings 419,5ppm í maí. Betts telur að frá síðari hluta júlí falli styrkurinn líklega undir 417ppm tímabundið en nálgist þær hæðir aftur undir lok ársins. Meðaltal ársins er talið verða 416,3ppm. Miðað við 2,5ppm árlega aukningu sé ljóst að næsta ár verði það versta þar sem ársmeðaltal styrks koltvísýrings verði helmingi hærra en fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn telja að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið hærri í um þrjár milljónir ára, áður en mannskepnan var til.
Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira