Dauðsföll ná nýjum hæðum og Bolsonaro segir fólki að hætta að væla Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 10:34 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldurs nýju kórónuveirunnar. EPA/Joedson Alves Dauðsföll vegna Covid-19 hafa náð nýjum hæðum í Brasilíu. Undanfarna tvo daga hefur metfjöldi fólks dáið vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur og í gærkvöldi sagði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fólki að hætta að væla. Þegar kemur að dauðsföllum í Brasilíu hafa rúmlega 260 þúsund manns dáið, svo vitað sé. Í gær var opinberað að 1.910 hefðu dáið á milli daga í Brasilíu en ekki höfðu fleiri dáið á einum degi síðan í júlí. Eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, þar sem talan er rúmlega 520 þúsund, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans en þær byggja á opinberum tölum. Gífurlegt álag á sjúkrahúsum Faraldurinn er þó í rénum í Bandaríkjunum og hefur smituðum farið fækkandi dag frá dagi. Staðan er ekki þannig í Brasilíu og samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn orðið gífurlega mikið. Heilbrigðisráðherrar einstakra ríkja Brasilíu hafa kallað eftir og beitt umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum þar sem þeir geta. Fólk á götum Sao Paulo þar sem búið er að grípa til hertra sóttvarna.EPA/Sebastiao Moreira Ráðamenn í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, Sao Paulo og Rio de Janeiro hafa tilkynnt samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn hafa sérstakar áhyggjur af nýju afbrigði veirunnar sem virðist smitast auðveldar á milli fólks og jafnvel geta smitað fólk sem hefur smitast áður, samkvæmt frétt Reuters frá því í gær. Brást pirraður við Bolsonaro brást pirraður við þeim aðgerðum í ræðu í gær þar sem hann sagði fólki að hætta að væla. „Hversu lengi mun þetta væl halda áfram? Hversu lengi er hægt að vera heima hjá sér og loka öllu? Það þolir þetta enginn lengur,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann bætti við að hann væri sorgmæddur yfir dauðsföllum en þörf væri á lausnum. Fjöldi þeirra sem deyja vegna Covid-19 hefur fverið að aukast í Brasilíu.EPA/RAPHAEL ALVES Ríkisstjórar og læknar í Brasilíu hafa ítrekað sakað alríkisstjórn Bolsonaro um slæm viðbrögð við faraldrinum og að hafa ekki haldið rétt á spöðunum. Sjálfur hefur forsetinn ítrekað dregið úr alvarleika faraldursins og staðið gegn sóttvarnaraðgerðum. Þrátt fyrir það er Bolsonaro tiltölulega vinsæll í Brasilíu og hefur það að miklu leyti verið rakið til neyðarpakka sem samþykktur var í fyrra. Sá pakki sneri að því að almenningur fékk greiðslur úr ríkissjóði og stendur til að framlengja þær greiðslur á þessu ári. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Þegar kemur að dauðsföllum í Brasilíu hafa rúmlega 260 þúsund manns dáið, svo vitað sé. Í gær var opinberað að 1.910 hefðu dáið á milli daga í Brasilíu en ekki höfðu fleiri dáið á einum degi síðan í júlí. Eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, þar sem talan er rúmlega 520 þúsund, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans en þær byggja á opinberum tölum. Gífurlegt álag á sjúkrahúsum Faraldurinn er þó í rénum í Bandaríkjunum og hefur smituðum farið fækkandi dag frá dagi. Staðan er ekki þannig í Brasilíu og samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn orðið gífurlega mikið. Heilbrigðisráðherrar einstakra ríkja Brasilíu hafa kallað eftir og beitt umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum þar sem þeir geta. Fólk á götum Sao Paulo þar sem búið er að grípa til hertra sóttvarna.EPA/Sebastiao Moreira Ráðamenn í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, Sao Paulo og Rio de Janeiro hafa tilkynnt samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn hafa sérstakar áhyggjur af nýju afbrigði veirunnar sem virðist smitast auðveldar á milli fólks og jafnvel geta smitað fólk sem hefur smitast áður, samkvæmt frétt Reuters frá því í gær. Brást pirraður við Bolsonaro brást pirraður við þeim aðgerðum í ræðu í gær þar sem hann sagði fólki að hætta að væla. „Hversu lengi mun þetta væl halda áfram? Hversu lengi er hægt að vera heima hjá sér og loka öllu? Það þolir þetta enginn lengur,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann bætti við að hann væri sorgmæddur yfir dauðsföllum en þörf væri á lausnum. Fjöldi þeirra sem deyja vegna Covid-19 hefur fverið að aukast í Brasilíu.EPA/RAPHAEL ALVES Ríkisstjórar og læknar í Brasilíu hafa ítrekað sakað alríkisstjórn Bolsonaro um slæm viðbrögð við faraldrinum og að hafa ekki haldið rétt á spöðunum. Sjálfur hefur forsetinn ítrekað dregið úr alvarleika faraldursins og staðið gegn sóttvarnaraðgerðum. Þrátt fyrir það er Bolsonaro tiltölulega vinsæll í Brasilíu og hefur það að miklu leyti verið rakið til neyðarpakka sem samþykktur var í fyrra. Sá pakki sneri að því að almenningur fékk greiðslur úr ríkissjóði og stendur til að framlengja þær greiðslur á þessu ári.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19