Bjargar erfðafræðin dæmdum raðmorðingja?: Fékk 30 ára dóm fyrir að myrða börnin sín en vísindamenn segja hana saklausa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 12:10 Folbigg ber vitni fyrir rannsóknarnefnd árið 2019. Á efri myndinni er Patrick og Laura þar fyrir neðan. Níutíu virtir vísindamenn og læknar hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjóra Nýju Suður-Wales og skorað á hann að náða Kathleen Folbigg og láta hana umsvifalaust lausa. Folbigg hefur setið í fangelsi í 18 ár fyrir að hafa myrt fjögur börn sín, eitt af öðru, en sérfræðingarnir segja að dauða barnanna megi líklega rekja til erfðagalla. Folbigg hefur verið kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Við réttarhöldin lagði ákæruvaldið meðal annars fram dagbækur Folbigg, þar sem hún virðist álasa sjálfri sér fyrir dauða barnanna en stuðningsmenn hennar hafa bent á að hún tali aldrei um að hafa valdið dauða þeirra, heldur séu skrif hennar til marks um sektarkennd móður sem gat ekki verndað börnin sín frá dauðanum. Öll börnin með hættulegar genabreytingar Folbigg hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og ítrekað freistað þess að fá dómnum snúið. Vegna þess hversu umdeilt málið hefur verið sáu yfirvöld í Nýju Suður-Wales sig tilneydd til að gefa út yfirlýsingu fyrir tveimur árum þar sem þau sögðu það hafa verið skoðað til hlítar. Nú segja vísindamenn hins vegar að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Caleb hafði verið greindur með flogaveiki þegar hann lést. Sérfræðingarnir, þeirra á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, segja ekkert benda til þess að börnin hafi verið kæfð og að dauða allra megi rekja til náttúrulegra orsaka. Ástralía Dómsmál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Folbigg hefur setið í fangelsi í 18 ár fyrir að hafa myrt fjögur börn sín, eitt af öðru, en sérfræðingarnir segja að dauða barnanna megi líklega rekja til erfðagalla. Folbigg hefur verið kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Við réttarhöldin lagði ákæruvaldið meðal annars fram dagbækur Folbigg, þar sem hún virðist álasa sjálfri sér fyrir dauða barnanna en stuðningsmenn hennar hafa bent á að hún tali aldrei um að hafa valdið dauða þeirra, heldur séu skrif hennar til marks um sektarkennd móður sem gat ekki verndað börnin sín frá dauðanum. Öll börnin með hættulegar genabreytingar Folbigg hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og ítrekað freistað þess að fá dómnum snúið. Vegna þess hversu umdeilt málið hefur verið sáu yfirvöld í Nýju Suður-Wales sig tilneydd til að gefa út yfirlýsingu fyrir tveimur árum þar sem þau sögðu það hafa verið skoðað til hlítar. Nú segja vísindamenn hins vegar að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Caleb hafði verið greindur með flogaveiki þegar hann lést. Sérfræðingarnir, þeirra á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, segja ekkert benda til þess að börnin hafi verið kæfð og að dauða allra megi rekja til náttúrulegra orsaka.
Ástralía Dómsmál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira