Vill snúa aftur á K2 í sumar til að aðstoða við leit Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 22:34 Fjallgöngumaðurinn Noel Hanna segir fáa fjallgöngumenn standast áskorunina sem K2 er. Allir viti þó að förin er ekki hættulaus. Mynd/Aðsend Fjallgöngumaðurinn Noel Hanna hefur boðið fram aðstoð sína ef farið verður í leitarleiðangur á K2 í sumar. Hanna ætlaði sér að komast á topp fjallsins í síðasta mánuði en sneri við þegar veður fór versnandi, skömmu áður en síðast spurðist til John Snorra og félaga hans. John Snorri, Ali Sadpara og JP Mohr lögðu af stað á toppinn þann 4. febrúar síðastliðinn en ekkert hefur spurst til þeirra frá 5. febrúar. Þann 18. febrúar var greint frá því að þeir væru formlega taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Hanna var sjálfur á fjallinu á þessum tíma en hann ætlaði sér að verða fyrsti Írinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi. Hann er reyndur fjallgöngumaður og hefur áður komist á topp K2 að sumarlagi og toppað Everest níu sinnum. Að hans sögn er K2 ólíkt öllum öðrum fjöllum og erfitt sé að standast áskorunina, sem allir viti að sé gríðarlega mikil. „Þú veist þegar þú ferð af stað að ef það eru tuttugu fjallgöngumenn, þá komast sjaldnast tuttugu til baka,“ segir Hanna í samtali við breska ríkisútvarpið. Meðvitaðri um öryggi sitt Eftir síðustu tilraun segist Hanna meðvitaðri um öryggi sitt. Sjálfur hafi hann séð búlgarskan fjallgöngumann hrapa tæplega fimm metra þegar hann reyndi að klifra niður fjallið. Fimm hafi látist í síðustu ferð hans: „Tveir eftir að hafa hrapað niður og þrír eftir að hafa farið á toppinn og ekki komið aftur,“ segir Hanna og vísar þar til John Snorra og samferðamanna hans. Hanna segir það vera erfitt að hugsa til þeirra sem hafa látist við að klífa K2, enda hafi hann sjálfur nú horft á eftir þremur reyndum fjallgöngumönnum sem hann hafi áður klifrað með. Hann hafi þó boðið fram aðstoð sína, enda sé til umræðu að fara á fjallið þegar veðurskilyrði verða betri. „Ég hef talað við son Ali og klifursambandið í Pakistan og sagt þeim að ég vil hjálpa við að leita að fjallgöngumönnunum,“ segir Hanna. „Það yrði sennilega um miðjan júní og til loka júlímánaðar.“ John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
John Snorri, Ali Sadpara og JP Mohr lögðu af stað á toppinn þann 4. febrúar síðastliðinn en ekkert hefur spurst til þeirra frá 5. febrúar. Þann 18. febrúar var greint frá því að þeir væru formlega taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Hanna var sjálfur á fjallinu á þessum tíma en hann ætlaði sér að verða fyrsti Írinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi. Hann er reyndur fjallgöngumaður og hefur áður komist á topp K2 að sumarlagi og toppað Everest níu sinnum. Að hans sögn er K2 ólíkt öllum öðrum fjöllum og erfitt sé að standast áskorunina, sem allir viti að sé gríðarlega mikil. „Þú veist þegar þú ferð af stað að ef það eru tuttugu fjallgöngumenn, þá komast sjaldnast tuttugu til baka,“ segir Hanna í samtali við breska ríkisútvarpið. Meðvitaðri um öryggi sitt Eftir síðustu tilraun segist Hanna meðvitaðri um öryggi sitt. Sjálfur hafi hann séð búlgarskan fjallgöngumann hrapa tæplega fimm metra þegar hann reyndi að klifra niður fjallið. Fimm hafi látist í síðustu ferð hans: „Tveir eftir að hafa hrapað niður og þrír eftir að hafa farið á toppinn og ekki komið aftur,“ segir Hanna og vísar þar til John Snorra og samferðamanna hans. Hanna segir það vera erfitt að hugsa til þeirra sem hafa látist við að klífa K2, enda hafi hann sjálfur nú horft á eftir þremur reyndum fjallgöngumönnum sem hann hafi áður klifrað með. Hann hafi þó boðið fram aðstoð sína, enda sé til umræðu að fara á fjallið þegar veðurskilyrði verða betri. „Ég hef talað við son Ali og klifursambandið í Pakistan og sagt þeim að ég vil hjálpa við að leita að fjallgöngumönnunum,“ segir Hanna. „Það yrði sennilega um miðjan júní og til loka júlímánaðar.“
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44
Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48
Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent