Vill snúa aftur á K2 í sumar til að aðstoða við leit Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 22:34 Fjallgöngumaðurinn Noel Hanna segir fáa fjallgöngumenn standast áskorunina sem K2 er. Allir viti þó að förin er ekki hættulaus. Mynd/Aðsend Fjallgöngumaðurinn Noel Hanna hefur boðið fram aðstoð sína ef farið verður í leitarleiðangur á K2 í sumar. Hanna ætlaði sér að komast á topp fjallsins í síðasta mánuði en sneri við þegar veður fór versnandi, skömmu áður en síðast spurðist til John Snorra og félaga hans. John Snorri, Ali Sadpara og JP Mohr lögðu af stað á toppinn þann 4. febrúar síðastliðinn en ekkert hefur spurst til þeirra frá 5. febrúar. Þann 18. febrúar var greint frá því að þeir væru formlega taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Hanna var sjálfur á fjallinu á þessum tíma en hann ætlaði sér að verða fyrsti Írinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi. Hann er reyndur fjallgöngumaður og hefur áður komist á topp K2 að sumarlagi og toppað Everest níu sinnum. Að hans sögn er K2 ólíkt öllum öðrum fjöllum og erfitt sé að standast áskorunina, sem allir viti að sé gríðarlega mikil. „Þú veist þegar þú ferð af stað að ef það eru tuttugu fjallgöngumenn, þá komast sjaldnast tuttugu til baka,“ segir Hanna í samtali við breska ríkisútvarpið. Meðvitaðri um öryggi sitt Eftir síðustu tilraun segist Hanna meðvitaðri um öryggi sitt. Sjálfur hafi hann séð búlgarskan fjallgöngumann hrapa tæplega fimm metra þegar hann reyndi að klifra niður fjallið. Fimm hafi látist í síðustu ferð hans: „Tveir eftir að hafa hrapað niður og þrír eftir að hafa farið á toppinn og ekki komið aftur,“ segir Hanna og vísar þar til John Snorra og samferðamanna hans. Hanna segir það vera erfitt að hugsa til þeirra sem hafa látist við að klífa K2, enda hafi hann sjálfur nú horft á eftir þremur reyndum fjallgöngumönnum sem hann hafi áður klifrað með. Hann hafi þó boðið fram aðstoð sína, enda sé til umræðu að fara á fjallið þegar veðurskilyrði verða betri. „Ég hef talað við son Ali og klifursambandið í Pakistan og sagt þeim að ég vil hjálpa við að leita að fjallgöngumönnunum,“ segir Hanna. „Það yrði sennilega um miðjan júní og til loka júlímánaðar.“ John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
John Snorri, Ali Sadpara og JP Mohr lögðu af stað á toppinn þann 4. febrúar síðastliðinn en ekkert hefur spurst til þeirra frá 5. febrúar. Þann 18. febrúar var greint frá því að þeir væru formlega taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Hanna var sjálfur á fjallinu á þessum tíma en hann ætlaði sér að verða fyrsti Írinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi. Hann er reyndur fjallgöngumaður og hefur áður komist á topp K2 að sumarlagi og toppað Everest níu sinnum. Að hans sögn er K2 ólíkt öllum öðrum fjöllum og erfitt sé að standast áskorunina, sem allir viti að sé gríðarlega mikil. „Þú veist þegar þú ferð af stað að ef það eru tuttugu fjallgöngumenn, þá komast sjaldnast tuttugu til baka,“ segir Hanna í samtali við breska ríkisútvarpið. Meðvitaðri um öryggi sitt Eftir síðustu tilraun segist Hanna meðvitaðri um öryggi sitt. Sjálfur hafi hann séð búlgarskan fjallgöngumann hrapa tæplega fimm metra þegar hann reyndi að klifra niður fjallið. Fimm hafi látist í síðustu ferð hans: „Tveir eftir að hafa hrapað niður og þrír eftir að hafa farið á toppinn og ekki komið aftur,“ segir Hanna og vísar þar til John Snorra og samferðamanna hans. Hanna segir það vera erfitt að hugsa til þeirra sem hafa látist við að klífa K2, enda hafi hann sjálfur nú horft á eftir þremur reyndum fjallgöngumönnum sem hann hafi áður klifrað með. Hann hafi þó boðið fram aðstoð sína, enda sé til umræðu að fara á fjallið þegar veðurskilyrði verða betri. „Ég hef talað við son Ali og klifursambandið í Pakistan og sagt þeim að ég vil hjálpa við að leita að fjallgöngumönnunum,“ segir Hanna. „Það yrði sennilega um miðjan júní og til loka júlímánaðar.“
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44
Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48
Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18