Enski boltinn

Er Mane að forðast vítin því Salah tekur þau?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mane og Salah eru samherjar hjá Liverpool.
Mane og Salah eru samherjar hjá Liverpool. Andrew Powell//Getty

Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool og nú spekingur, er með áhugaverða kenningu um framherjamálin hjá Liverpool. Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð, er liðið tapaði 0-1 gegn Chelsea á Anfield í kvöld.

Owen veltir því fyrir sér hvort að Sadio Mane væri hættur að fara niður í teignum því Mohamed Salah væri vítaskytta Liverpool.

Mane átti möguleika á því að fara niður eftir baráttu við hinn danska Andreas Christiansen. Mane fékk boltann með og ákvað að standa í fæturnar og reyna að klára færið.

„Ég trúði því ekki að hann hafi ekki farið niður en ég er samt ekki talsmaður þess,“ sagði Owen í samtali við Optus Sport og hélt áfram.

„Þetta var frábær snerting og hann hélt mögulega að hann hefði getað fengið færi út af þessu en hann gerði það sama fyrir um viku síðan gegn Sheffield United.“

„Ég hugsaði, og þetta gæti verið eitthvað afleitt inn í hausnum á mér, en Mo Salah tekur vítin í liðinu. Ef Mane heldur að hann getur skorað þá hugsar hann: Ég er að fara skora því ef ég stend ekki í lappirnar skorar Salah úr öðru víti.“

„Þessir leikmenn hafa barist um markatitilinn síðustu ár,“ bætti Owen við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×