Erlent

Á­rásin í Vet­landa ekki rann­sökuð sem hryðju­verka­á­rás

Atli Ísleifsson skrifar
22 ára karlmaður gekk um í miðbæ Vetlanda í gær og særði átta manns með eggvopni.
22 ára karlmaður gekk um í miðbæ Vetlanda í gær og særði átta manns með eggvopni. AP/Mikael Fritzon

Saksóknari í Svíþjóð segir að árásin sem gerð var í sænska bænum Vetlanda í sænsku Smálöndunum í gær sé ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás. 22 ára karlmaður gekk þar um í miðbæ Vetlanda og særði átta manns með eggvopni. Lögregla skaut manninn áður en hann var handtekinn, en árásin stóð yfir í alls nítján mínútur.

Talsmenn lögregluyfirvalda útilokuðu ekki í gær að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, en saksóknari greindi frá því í dag að árásin verði ekki rannsökuð sem slík, heldur sem tilraun til morðs.

SVT hefur eftir saksóknaranum Adam Rullman að umfangsmikil rannsókn standi nú yfir þar sem hald hafi verið lagt á ýmis gögn eftir húsleit hjá manninum.

Hann segist ekki geta gefið upp um ríkisfang mannsins, en að hann hafi „tengingu við annað land“ og hafi verið búsettur í Vetlanda síðustu ár.

Lögregla hefur áður greint frá því að hinn handtekni hafi áður komið við sögu lögreglu vegna smærri brota. Hann hafi verið yfirheyrður í nótt vegna árásarinnar í gær.

Ástand þriggja þeirra sem ráðist var á í gær er sagt vera lífshættulegt og þá eru tveir til viðbótar sagðir alvarlega særðir. Aðrir eru sagðir vera minna særðir.


Tengdar fréttir

Átta sárir eftir axarárás í smábæ í Svíþjóð

Að minnsta kosti átta manns særðust þegar karlmaður gekk berserksgang í smábænum Vetlanda, um 190 kílómetra suðaustur af Gautaborg. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi verið vopnaður öxi. Maðurinn var handtekinn eftir að lögreglumenn særðu hann skotsárum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.