Veður

Hæð milli Ís­lands og Fær­eyja heldur lægð fjarri

Atli Ísleifsson skrifar
Veður verður með rólegra móti út vikuna.
Veður verður með rólegra móti út vikuna. Vísir/Vilhelm

1.038 millibara hæð milli Íslands og Færeyja stjórnar nú veðrinu hér á landi. Víðáttumikil og djúp lægð gengur nú yfir nærri Nýfundnalandi, en hún kemur ekki við sögu í veðrinu hér á Íslandi þar sem hæðin heldur henni fjarri. Veður verður því með rólegra móti út vikuna.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings. Þar segir að spáin í dag sé annars svohljóðandi: sunnan gola eða kaldi og dálítil væta norðvestan- og vestanlands, en bjartviðri um landið austanvert. Hiti verður víða á bilinu tvö til sjö stig yfir daginn.

„Suðaustanátt á morgun, áfram gola eða kaldi að styrk. Lítilsháttar rigning af og til, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Svipaður hiti áfram.“

Spákortið fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Sunnan 3-8 m/s, skýjað og sums staðar dálítil rigning, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti 1 til stig.

Á laugardag: Austlæg eða breytileg átt 3-8, en 8-13 með norðurströndinni. Skýjað og dálítil væta á köflum, hiti 1 til 6 stig. Stöku él norðaustantil á landinu og vægt frost þar.

Á sunnudag: Sunnan 3-8 og dálítil væta á Suður- og Vesturlandi, en þurrt annars staðar. Hiti 1 til 6 stig.

Á mánudag: Breytileg átt 5-13 og rigning eða slydda með köflum í flestum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig.

Á þriðjudag: Ákveðin norðaustanátt með snjókomu á norðanverðu landinu, en hægari vindur og úrkomulítið sunnantil. Frystir um mestallt land.

Á miðvikudag: Útlit fyrir hvassa norðanátt með snjókomu, en úrkomulaust að mestu sunnanlands. Frost víða 0 til 5 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.