Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2021 17:10 Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/Baldur Hrafnkell Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður. Þetta kom fram í máli Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra vöktunar og náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, á upplýsingafundi sem efnt var til í dag þegar bera fór á óróapúlsi suður af Keili á Reykjanesi. Óróapúls, sem er samfelld hrina smærri skjálfta, hefur gjarnan mælst í aðdraganda eldgosa en ekkert bendir þó til þess að gos sé hafið. „Miðað við þessi líkön sem við höfum verið að keyra, og þá erum að taka með hvernig vindar hafa blásið á þessu svæði síðustu tíu ár, miða við bestu þekkingu um eldgos sem verða á þessu svæði og hversu mikil gasmengun kemur upp, þá eru ekki miklar líkur á að þetta verði neitt hættulegt. Þetta verður kannski óþægilegt einhverja daga en við sjáum miðað við það sem við höfum verið að skoða að okkar reikningar benda ekki til þess að við þurfum að hafa miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Kristín. Einnig kom fram í máli Kristínar að erfitt væri að segja til um hversu lengi eldgos gæti staðið yfir en ein til tvær vikur væri þó líklegur tími. Þá sé möguleiki á því að fleiri goshrinur komi í kjölfar þeirrar fyrstu. Horfa má á upplýsingafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Auknar líkur á stórum skjálftum Kristín sagði að almennt þegar eldgos hefjist verði oft jarðskjálftar þegar kvikan er að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur séu því á stærri jarðskjálftum á Reykjanesskaga á meðan umbrotin eru í gangi og möguleiki á því að skjálftar þar nái allt að 6 að stærð og allt að 6,5 austar hjá Bláfjöllum. Útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sýna að líklegast sé að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili renni til suðurs. Áður hefur komið fram að ein möguleg sviðsmynd geri ráð fyrir litlu til meðalstóru flæðigosi á þessu svæði sem muni ekki ógna byggð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58 Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18 Sterk vísbending um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 3. mars 2021 14:52 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra vöktunar og náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, á upplýsingafundi sem efnt var til í dag þegar bera fór á óróapúlsi suður af Keili á Reykjanesi. Óróapúls, sem er samfelld hrina smærri skjálfta, hefur gjarnan mælst í aðdraganda eldgosa en ekkert bendir þó til þess að gos sé hafið. „Miðað við þessi líkön sem við höfum verið að keyra, og þá erum að taka með hvernig vindar hafa blásið á þessu svæði síðustu tíu ár, miða við bestu þekkingu um eldgos sem verða á þessu svæði og hversu mikil gasmengun kemur upp, þá eru ekki miklar líkur á að þetta verði neitt hættulegt. Þetta verður kannski óþægilegt einhverja daga en við sjáum miðað við það sem við höfum verið að skoða að okkar reikningar benda ekki til þess að við þurfum að hafa miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Kristín. Einnig kom fram í máli Kristínar að erfitt væri að segja til um hversu lengi eldgos gæti staðið yfir en ein til tvær vikur væri þó líklegur tími. Þá sé möguleiki á því að fleiri goshrinur komi í kjölfar þeirrar fyrstu. Horfa má á upplýsingafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Auknar líkur á stórum skjálftum Kristín sagði að almennt þegar eldgos hefjist verði oft jarðskjálftar þegar kvikan er að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur séu því á stærri jarðskjálftum á Reykjanesskaga á meðan umbrotin eru í gangi og möguleiki á því að skjálftar þar nái allt að 6 að stærð og allt að 6,5 austar hjá Bláfjöllum. Útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sýna að líklegast sé að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili renni til suðurs. Áður hefur komið fram að ein möguleg sviðsmynd geri ráð fyrir litlu til meðalstóru flæðigosi á þessu svæði sem muni ekki ógna byggð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58 Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18 Sterk vísbending um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 3. mars 2021 14:52 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58
Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31
Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18
Sterk vísbending um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 3. mars 2021 14:52