Innlent

Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Már og Arnar á leið í loftið.
Kristján Már og Arnar á leið í loftið. Vísir

Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag.

Óróapúlsinn er suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum skjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Vísir verður í beinni útsendingu næstu mínútur úr þyrlunni og af jörðu niðri á Reykjanesinu.

Uppfært klukkan 17:22

Útsendingunni er lokið. Ítarleg umfjöllun um óróann verður áfram á Vísi í vaktinni og svo í löngum kvöldfréttatíma vegna gosóróans.

Klippa: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×