Stöðug skjálftavirkni og óróamerki áfram Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. mars 2021 14:52 Skjálftahrinan á Reykjanesi hefur varað í rúma viku. Nú bendir ýmislegt til þess að eldgos sé í þann mund að hefjast. Vísir/Vilhelm Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Vísi að þetta bendi sterklega til þess að kvika sé á hreyfingu. Hvort hún sé hins vegar á leið upp í yfirborð eða stöðvist á leiðinni sé erfitt að segja til um á þessari stundu. Upp úr miðnætti var staðan enn að mestu óbreytt frá því síðasta tilkynning barst frá Veðurstofunni klukkan hálf níu. Merki um óróa eru enn greinanleg á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga suður af Keili þótt heldur hafi dregið úr frá því síðdegis. Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um sautján hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var að stærðinni 4,1 upp úr klukkan tvö síðustu nótt en klukkan 20:17 í kvöld mældist einnig skjálfti að stærðinni 3,8. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi upp úr miðnætti í kvöld. Vísir/Hjalti „Þetta getur þróast á hvorn veginn sem er, gæti stoppað áður en það kemur til yfirborðs en gæti líka náð til yfirborðs. Og ef það nær því vitum við hvað gerist,“ segir Þorvaldur. Þá verði eldgos. Nú þurfi að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það ætti að skýrast á næstu klukkustundum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óróapúlsinn stæði enn yfir en að aðeins hefði dregið úr krafti hans. Enn væri öflug skjálftahrina í gangi. Ómögulegt væri að segja til um hversu stórt mögulegt eldgos gæti orðið. Flaug yfir óróasvæðið í þyrlu Kristján Már Unnarsson og Arnar Halldórsson, fulltrúar fréttastofu, flugu yfir óróasvæðið í þyrlu síðdegis. Að neðan má sjá upptöku af flugi þeirra félaga. Nýjustu upplýsingar má nálgast í eldgosavaktinni hér fyrir neðan.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Vísi að þetta bendi sterklega til þess að kvika sé á hreyfingu. Hvort hún sé hins vegar á leið upp í yfirborð eða stöðvist á leiðinni sé erfitt að segja til um á þessari stundu. Upp úr miðnætti var staðan enn að mestu óbreytt frá því síðasta tilkynning barst frá Veðurstofunni klukkan hálf níu. Merki um óróa eru enn greinanleg á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga suður af Keili þótt heldur hafi dregið úr frá því síðdegis. Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um sautján hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var að stærðinni 4,1 upp úr klukkan tvö síðustu nótt en klukkan 20:17 í kvöld mældist einnig skjálfti að stærðinni 3,8. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi upp úr miðnætti í kvöld. Vísir/Hjalti „Þetta getur þróast á hvorn veginn sem er, gæti stoppað áður en það kemur til yfirborðs en gæti líka náð til yfirborðs. Og ef það nær því vitum við hvað gerist,“ segir Þorvaldur. Þá verði eldgos. Nú þurfi að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það ætti að skýrast á næstu klukkustundum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óróapúlsinn stæði enn yfir en að aðeins hefði dregið úr krafti hans. Enn væri öflug skjálftahrina í gangi. Ómögulegt væri að segja til um hversu stórt mögulegt eldgos gæti orðið. Flaug yfir óróasvæðið í þyrlu Kristján Már Unnarsson og Arnar Halldórsson, fulltrúar fréttastofu, flugu yfir óróasvæðið í þyrlu síðdegis. Að neðan má sjá upptöku af flugi þeirra félaga. Nýjustu upplýsingar má nálgast í eldgosavaktinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira