„Það er ekkert að sjá í augnablikinu og það eru engar hamfarir að gerast“ Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2021 16:25 Óróapúls mældist suður við Keili á þriðja tímanum í dag. Vísir/Vilhelm Engin merki eru um að gos sé hafið á Reykjanesi og eru núverandi hreyfingar í samræmi við fyrirliggjandi sviðsmyndir. Óróapúls mældist fyrst á þriðja tímanum í dag suður af Keili við Litla-Hrút en slík merki mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. „Stóra málið í þessu öllu er að það eru engar stórar hamfarir að fara að gerast þarna, það er enginn í hættu, það er engin byggð í hættu eins og staðan er núna, þannig að fólk getur bara verið rólegt og haldið áfram með líf sitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna á upplýsingafundi sem efnt var til vegna mögulegs goss á Reykjanesi. „Núna erum við bara að virkja allt almannavarnakerfið til að vera algjörlega á tánum í því að miðla upplýsingum og grípa til aðgerða ef þörf krefur.“ Óvíst hvert kvikan leitar Kristín Jónsdóttir, hópstjóri hjá náttúruvárvöktun Veðurstofunnar, sagði að um 20 mínútur yfir 14 hafi virknin farið heldur að ágerast. Um væri að ræða litla skjálfta sem verða að samfelldri hrinu sem er þá kallaður óróapúls. Þær fregnir bárust nýlega frá sérfræðingum um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar að engin merki séu um að gos sé hafið. Kristín sagði að það hafi myndast þarna ákveðin sigdæld án þess að það hafi myndast sprungur á yfirborðinu en að rýna þurfi betur í gögnin áður en dregnar eru frekari ályktanir. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði að gögnin bendi til þess að kvika sé nú að brjóta skorpuna en óvíst sé hvert hún leitar. Ekki er vitað hvort kvikan eigi eftir að koma upp á yfirborðið. „Það er breyting í þróuninni og við þurfum að sjá hvert þetta leiðir varðandi þennan kvikugang og hvort hann hafi stækkað. Það kemur gervitunglamynd í kvöld sem verður unnið úr og það verða meiri upplýsingar um það á morgun. Þetta er bara mjög krítísk staða óróa sem sýnir að kvikan er að brjóta skorpuna en óvíst er hvert hún leitar og hvort það ferli nær að halda áfram.“ Horfa má á upplýsingafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Í samræmi við sviðsmyndir Víðir segir að sú virkni sem hafi sést í dag smellpassi inn í þær sviðsmyndir sem teiknaðar hafi verið upp og í samræmi við spálíkön Veðurstofunnar um hraunstrauma ef til goss kæmi. Þær spár gera ekki ráð fyrir því að hraun geti ógnað byggð. „Þetta er það svæði sem við höfum horft mest til þannig að líkur eru á því að það sem er að gerast núna verði bara mjög nálægt þessum líkönum sem höfum verið að birta. Síðan á eftir að koma í ljós hvað þetta verður eða hversu stórt þetta verður varðandi gasmengunina.“ Víðir hvatti fólk til þess að sleppa því að reyna að komast á svæðið hjá Keili þar sem mikil umferð sé nú á Reykjanesbraut. Hann sagði ekkert að sjá á svæðinu og mikilvægt væri að gera vísindamönnum kleift að komast að því. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58 Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18 Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður. 3. mars 2021 17:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
„Stóra málið í þessu öllu er að það eru engar stórar hamfarir að fara að gerast þarna, það er enginn í hættu, það er engin byggð í hættu eins og staðan er núna, þannig að fólk getur bara verið rólegt og haldið áfram með líf sitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna á upplýsingafundi sem efnt var til vegna mögulegs goss á Reykjanesi. „Núna erum við bara að virkja allt almannavarnakerfið til að vera algjörlega á tánum í því að miðla upplýsingum og grípa til aðgerða ef þörf krefur.“ Óvíst hvert kvikan leitar Kristín Jónsdóttir, hópstjóri hjá náttúruvárvöktun Veðurstofunnar, sagði að um 20 mínútur yfir 14 hafi virknin farið heldur að ágerast. Um væri að ræða litla skjálfta sem verða að samfelldri hrinu sem er þá kallaður óróapúls. Þær fregnir bárust nýlega frá sérfræðingum um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar að engin merki séu um að gos sé hafið. Kristín sagði að það hafi myndast þarna ákveðin sigdæld án þess að það hafi myndast sprungur á yfirborðinu en að rýna þurfi betur í gögnin áður en dregnar eru frekari ályktanir. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði að gögnin bendi til þess að kvika sé nú að brjóta skorpuna en óvíst sé hvert hún leitar. Ekki er vitað hvort kvikan eigi eftir að koma upp á yfirborðið. „Það er breyting í þróuninni og við þurfum að sjá hvert þetta leiðir varðandi þennan kvikugang og hvort hann hafi stækkað. Það kemur gervitunglamynd í kvöld sem verður unnið úr og það verða meiri upplýsingar um það á morgun. Þetta er bara mjög krítísk staða óróa sem sýnir að kvikan er að brjóta skorpuna en óvíst er hvert hún leitar og hvort það ferli nær að halda áfram.“ Horfa má á upplýsingafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Í samræmi við sviðsmyndir Víðir segir að sú virkni sem hafi sést í dag smellpassi inn í þær sviðsmyndir sem teiknaðar hafi verið upp og í samræmi við spálíkön Veðurstofunnar um hraunstrauma ef til goss kæmi. Þær spár gera ekki ráð fyrir því að hraun geti ógnað byggð. „Þetta er það svæði sem við höfum horft mest til þannig að líkur eru á því að það sem er að gerast núna verði bara mjög nálægt þessum líkönum sem höfum verið að birta. Síðan á eftir að koma í ljós hvað þetta verður eða hversu stórt þetta verður varðandi gasmengunina.“ Víðir hvatti fólk til þess að sleppa því að reyna að komast á svæðið hjá Keili þar sem mikil umferð sé nú á Reykjanesbraut. Hann sagði ekkert að sjá á svæðinu og mikilvægt væri að gera vísindamönnum kleift að komast að því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58 Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18 Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður. 3. mars 2021 17:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58
Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31
Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18
Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður. 3. mars 2021 17:10