Erlent

Herða takmarkanir í Svíþjóð og Noregi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Áttatíu létust af völdum veirunnar í Svíþjóð síðasta sólarhringinn.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Áttatíu létust af völdum veirunnar í Svíþjóð síðasta sólarhringinn. AP

Norðmenn og Svíar kynntu hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar í dag.

Áttatíu létust af völdum Covid-19 í Svíþjóð síðasta sólarhringinn. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnar landsins þar sem hertar takmarkanir voru kynntar.

Öllum veitingastöðum í Svíþjóð verður nú gert að loka klukkan hálfníu frá og með mánudeginum. Þá var hámarksfjöldi gesta í verslunum, verslunarmiðstöðvum og líkamsræktarstöðvum lækkaður.

Dómsmálaráðherra Noregs sagði á blaðamannafundi að vegna stöðunnar í Evrópu sé ekki tímabært að slaka á takmörkunum á landamærunum. Þá verður öllum sem koma til Noregs gert að fara í sóttkví í farsóttarhúsi á þeim stað sem þau komu til landsins.

Danir eru aftur á móti að létta á aðgerðum á mánudag. Opnað verður á ný í dýragörðum sem og í Tívolí og á Norður- og Vestur-Jótlandi fær helmingur grunnskólanema að mæta í skólann í einu. Mest verður slakað á aðgerðum á Borgundarhólmi, þar sem skólar verða opnaðir og hárgreiðslustofur líka, svo fátt eitt sé nefnt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.