Erlent

Mót­mæltu fyrir­huguðum bólu­setningum

Sylvía Hall skrifar
Mótmælin fóru fram í nokkrum borgum í Ástralíu í dag. Vildu sumir meina að þeir yrðu ekki þvingaðir í bólusetningu, sem er rétt þar sem enginn verður skyldaður til þess samkvæmt bólusetningaráætlun ástralskra yfirvalda.
Mótmælin fóru fram í nokkrum borgum í Ástralíu í dag. Vildu sumir meina að þeir yrðu ekki þvingaðir í bólusetningu, sem er rétt þar sem enginn verður skyldaður til þess samkvæmt bólusetningaráætlun ástralskra yfirvalda. Getty/Luis Asuci

Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum.

Mótmælin fóru einnig fram í stórborgum á borð við Sydney og Brisbane en talið er að nokkur þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum á landsvísu. 

Frá mótmælunum í dag.Getty/Luis Asuci

Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir einum mótmælanda að hann segi yfirvöld ekki getað þvingað sig til að fara í bólusetningu, en samkvæmt áætlunum þar í landi er ekki skylda að fara í bólusetningu þó hún sé gjaldfrjáls.

Um 700 þúsund framlínustarfsmenn eru í fyrsta forgangshópi, þar á meðal heilbrigðisstarfsmenn, starfsmenn á hjúkrunarheimilum og þeir sem starfa við landamæraeftirlit. Stefnt er að því að fjórar milljónir verði búnar að fá bóluefni snemma í mars.

Alls hafa tæplega 29 þúsund greinst með veiruna í Ástralíu frá því að faraldurinn hófst og um 900 látist af völdum hennar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.