Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 23:29 Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Getty/Isaac Wong Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Dominic Dwyer, örverufræðingur hjá WHO, staðfesti þetta í samtali við Reuters, en teymi hans rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins. Teymið hafði óskað eftir frumgögnum um fyrstu staðfestu tilfelli kórónuveirunnar sem hann segir eitthvað sem alltaf sé gert. Þá segir hann að teymið hafi aðeins fengið samantekt um fyrstu tilfellin. Kínversk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þau hafa áður sagt að þau hafi ekki falið neitt frá stofnuninni. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Kína til þess að afhenda gögnin sem eru talin mjög mikilvæg í rannsókninni. Í síðustu viku greindi WHO frá því að mjög ólíklegt sé að veiran hafi smitast út úr tilraunastofu í borginni Wuhan, en kenningar þess efnis fóru á flug á síðasta ári. Rekja helming tilfellanna í desember 2019 til fiskmarkaðs Upptök faraldursins má rekja til Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst síðla árs 2019. Síðan þá hafa rúmlega 106 milljón manns greinst með veiruna um allan heim og 2,3 milljónir manna látist af völdum veirunnar. Gögnin sem WHO hefur óskað eftir varð fyrstu 174 tilfelli kórónuveirunnar sem greindust í desember 2019 í Wuhan. Aðeins helmingur þeirra 174 höfðu verið í tengslum við fiskmarkað þar sem veiran er talin hafa smitast fyrst. „Það er ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir þessum gögnum,“ segir Dwyer. „Hvers vegna við fáum þessi gögn ekki afhent, get ég ekki tjáð mig um. Hvort það sé pólitískt, tengist tímanum sem er liðinn eða hvort það sé flókið… hvort það sé af einhverri annarri ástæðu sem við fáum þessi gögn ekki afhent veit ég ekki.“ Skýrslan gæti verið birt í næstu viku Annar meðlimur teymisins, Thea Kolsen Fischer, danskur ónæmisfræðingur, sagði í samtali við The New York Times að hún teldi ástæðuna hápólitíska. „Það vita allir að Kína er undir mjög miklum þrýstingi að rannsaka þetta og það vita líka allir hvað þeim yrði kennt mikið um,“ sagði hún. Dwyer sagði að tregi kínverskra yfirvalda við að afhenda gögnin yrði nefndur í skýrslu teymisins, sem er við það að verða tilbúin. Talið er líklegt að skýrslan birtist í næstu viku. Teymið varði fjórum vikum í Kína, fyrstu tveimur í sóttkví, til þess að rannsaka upptök faraldursins. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Dominic Dwyer, örverufræðingur hjá WHO, staðfesti þetta í samtali við Reuters, en teymi hans rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins. Teymið hafði óskað eftir frumgögnum um fyrstu staðfestu tilfelli kórónuveirunnar sem hann segir eitthvað sem alltaf sé gert. Þá segir hann að teymið hafi aðeins fengið samantekt um fyrstu tilfellin. Kínversk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þau hafa áður sagt að þau hafi ekki falið neitt frá stofnuninni. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Kína til þess að afhenda gögnin sem eru talin mjög mikilvæg í rannsókninni. Í síðustu viku greindi WHO frá því að mjög ólíklegt sé að veiran hafi smitast út úr tilraunastofu í borginni Wuhan, en kenningar þess efnis fóru á flug á síðasta ári. Rekja helming tilfellanna í desember 2019 til fiskmarkaðs Upptök faraldursins má rekja til Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst síðla árs 2019. Síðan þá hafa rúmlega 106 milljón manns greinst með veiruna um allan heim og 2,3 milljónir manna látist af völdum veirunnar. Gögnin sem WHO hefur óskað eftir varð fyrstu 174 tilfelli kórónuveirunnar sem greindust í desember 2019 í Wuhan. Aðeins helmingur þeirra 174 höfðu verið í tengslum við fiskmarkað þar sem veiran er talin hafa smitast fyrst. „Það er ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir þessum gögnum,“ segir Dwyer. „Hvers vegna við fáum þessi gögn ekki afhent, get ég ekki tjáð mig um. Hvort það sé pólitískt, tengist tímanum sem er liðinn eða hvort það sé flókið… hvort það sé af einhverri annarri ástæðu sem við fáum þessi gögn ekki afhent veit ég ekki.“ Skýrslan gæti verið birt í næstu viku Annar meðlimur teymisins, Thea Kolsen Fischer, danskur ónæmisfræðingur, sagði í samtali við The New York Times að hún teldi ástæðuna hápólitíska. „Það vita allir að Kína er undir mjög miklum þrýstingi að rannsaka þetta og það vita líka allir hvað þeim yrði kennt mikið um,“ sagði hún. Dwyer sagði að tregi kínverskra yfirvalda við að afhenda gögnin yrði nefndur í skýrslu teymisins, sem er við það að verða tilbúin. Talið er líklegt að skýrslan birtist í næstu viku. Teymið varði fjórum vikum í Kína, fyrstu tveimur í sóttkví, til þess að rannsaka upptök faraldursins.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21