Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2021 11:32 Hinn sjötugi Sergei Lavrov hefur gegnt embætti utanríkisráðherra Rússlands frá árinu 2004. Getty/Antonio Masiello Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en fulltrúar sambandsins hafa viðrað þá hugmynd að herða viðskiptaþvinganir vegna meðferðar rússneskra yfirvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Lavrov lét orðin falla í viðtali við rússneskan blaðamann, aðspurður hvort að stefndi í að rof yrði í samskiptum Rússlands og ESB. Sagði hann Rússa vera reiðubúna fyrir slíkt. „Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð,“ sagði Lavrov. Hann sagði ennfremur að rússneskum efnahag gæti stafað hætta af slíku rofi vegna viðskiptaþvingana af hálfu ESB, þar með talið á landsvæðum sem nú þegar standa höllum fæti „Við viljum ekki einangra okkur frá málefnum er varða heiminn allan, en við verðum að vera reiðubúin undir slíkt,“ sagði Lavrov. Erindrekar reknir úr landi Síðustu daga hafa Rússar rekið þrjá evrópska erindreka úr landi vegna deilnanna um Navalní sem var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Hann var dæmdur skömmu eftir að hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið síðustu mánuði í kjölfar þess að eitrað var fyrir honum. Þrjú ríki ESB – Þýskaland, Pólland og Svíþjóð – hafa sömuleiðis rekið þrjá rússneska erindreka úr landi. ESB beitir nú þegar fjölda Rússa, sem flestir eru nánir Vladimír Pútín Rússlandsforseta viðskiptaþvingunum vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman þann 22. febrúar til að ræða hvort til standi að grípa til frekari viðskiptaþvingana. Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en fulltrúar sambandsins hafa viðrað þá hugmynd að herða viðskiptaþvinganir vegna meðferðar rússneskra yfirvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Lavrov lét orðin falla í viðtali við rússneskan blaðamann, aðspurður hvort að stefndi í að rof yrði í samskiptum Rússlands og ESB. Sagði hann Rússa vera reiðubúna fyrir slíkt. „Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð,“ sagði Lavrov. Hann sagði ennfremur að rússneskum efnahag gæti stafað hætta af slíku rofi vegna viðskiptaþvingana af hálfu ESB, þar með talið á landsvæðum sem nú þegar standa höllum fæti „Við viljum ekki einangra okkur frá málefnum er varða heiminn allan, en við verðum að vera reiðubúin undir slíkt,“ sagði Lavrov. Erindrekar reknir úr landi Síðustu daga hafa Rússar rekið þrjá evrópska erindreka úr landi vegna deilnanna um Navalní sem var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Hann var dæmdur skömmu eftir að hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið síðustu mánuði í kjölfar þess að eitrað var fyrir honum. Þrjú ríki ESB – Þýskaland, Pólland og Svíþjóð – hafa sömuleiðis rekið þrjá rússneska erindreka úr landi. ESB beitir nú þegar fjölda Rússa, sem flestir eru nánir Vladimír Pútín Rússlandsforseta viðskiptaþvingunum vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman þann 22. febrúar til að ræða hvort til standi að grípa til frekari viðskiptaþvingana.
Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55