Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2021 11:32 Hinn sjötugi Sergei Lavrov hefur gegnt embætti utanríkisráðherra Rússlands frá árinu 2004. Getty/Antonio Masiello Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en fulltrúar sambandsins hafa viðrað þá hugmynd að herða viðskiptaþvinganir vegna meðferðar rússneskra yfirvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Lavrov lét orðin falla í viðtali við rússneskan blaðamann, aðspurður hvort að stefndi í að rof yrði í samskiptum Rússlands og ESB. Sagði hann Rússa vera reiðubúna fyrir slíkt. „Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð,“ sagði Lavrov. Hann sagði ennfremur að rússneskum efnahag gæti stafað hætta af slíku rofi vegna viðskiptaþvingana af hálfu ESB, þar með talið á landsvæðum sem nú þegar standa höllum fæti „Við viljum ekki einangra okkur frá málefnum er varða heiminn allan, en við verðum að vera reiðubúin undir slíkt,“ sagði Lavrov. Erindrekar reknir úr landi Síðustu daga hafa Rússar rekið þrjá evrópska erindreka úr landi vegna deilnanna um Navalní sem var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Hann var dæmdur skömmu eftir að hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið síðustu mánuði í kjölfar þess að eitrað var fyrir honum. Þrjú ríki ESB – Þýskaland, Pólland og Svíþjóð – hafa sömuleiðis rekið þrjá rússneska erindreka úr landi. ESB beitir nú þegar fjölda Rússa, sem flestir eru nánir Vladimír Pútín Rússlandsforseta viðskiptaþvingunum vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman þann 22. febrúar til að ræða hvort til standi að grípa til frekari viðskiptaþvingana. Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en fulltrúar sambandsins hafa viðrað þá hugmynd að herða viðskiptaþvinganir vegna meðferðar rússneskra yfirvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Lavrov lét orðin falla í viðtali við rússneskan blaðamann, aðspurður hvort að stefndi í að rof yrði í samskiptum Rússlands og ESB. Sagði hann Rússa vera reiðubúna fyrir slíkt. „Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð,“ sagði Lavrov. Hann sagði ennfremur að rússneskum efnahag gæti stafað hætta af slíku rofi vegna viðskiptaþvingana af hálfu ESB, þar með talið á landsvæðum sem nú þegar standa höllum fæti „Við viljum ekki einangra okkur frá málefnum er varða heiminn allan, en við verðum að vera reiðubúin undir slíkt,“ sagði Lavrov. Erindrekar reknir úr landi Síðustu daga hafa Rússar rekið þrjá evrópska erindreka úr landi vegna deilnanna um Navalní sem var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Hann var dæmdur skömmu eftir að hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið síðustu mánuði í kjölfar þess að eitrað var fyrir honum. Þrjú ríki ESB – Þýskaland, Pólland og Svíþjóð – hafa sömuleiðis rekið þrjá rússneska erindreka úr landi. ESB beitir nú þegar fjölda Rússa, sem flestir eru nánir Vladimír Pútín Rússlandsforseta viðskiptaþvingunum vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman þann 22. febrúar til að ræða hvort til standi að grípa til frekari viðskiptaþvingana.
Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55