Erlent

Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma

Kristján Már Unnarsson skrifar
Jørgen Niclasen, fjármála- og samgönguráðherra Færeyja, tók fyrstu skóflustungu með vinnuvél.
Jørgen Niclasen, fjármála- og samgönguráðherra Færeyja, tók fyrstu skóflustungu með vinnuvél. Kringvarpið

Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum.

Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að skömmu fyrir síðustu jól fögnuðu Færeyingar opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna; 11,2 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar. Samgöngu- og fjármálaráðherrann Jørgen Niclasen lýsti þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna þegar hann skar á borðana.

Á sama tíma voru Færeyingar að grafa tvenn önnur göng, Sandeyjargöngin, 10,8 kílómetra löng, einnig undir sjó, sem og Hvalbiargöngin á Suðurey, 2,5 kílómetra löng.

Nýjasta jarðgangaverkefnið nefnist Göngin Norður um Fjall og fellst í gerð tvennra ganga, Árnafjarðar- og Hvannasundsganga.Kringvarpið

Og núna eru þeir að byrja á tvennum göngum til viðbótar, Árnarfjarðargöngum og Hvannasundsgöngum, norðan Klakksvíkur. Samtals verða þau 4,2 kílómetrar á lengd og eiga bæði að vera tilbúin eftir fjögur ár.

Og frændur okkar eru ekkert að tvínóna við hlutina. Í byrjun vikunnar var samgönguráðherrann Jørgen aftur mættur til að flytja hátíðarræðu. Hann settist svo upp í gröfu til að hefja formlega þetta nýjasta jarðgangaverkefni en saman nefnast þau Göngin Norður um Fjall. Þau leysa ef tvenn eldri göng frá árunum 1965 til 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma.

Viðstaddir klappa fyrir byrjun verksins. Vegna kórónufaraldursins var aðeins fámennum hópi gesta boðið að vera við athöfnina.Kringvarpið

Göngin tengja næst stærsta bæ Færeyja, Klakksvík á Borðey, við byggðir í Árnafirði, Norðdepli, Hvannasundi og á Viðey en þangað liggja svo enn ein göngin til Viðareiðis. Þetta þýðir að Færeyingar grafa núna fern jarðgöng samtímis.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:

Jarðgangagerð Íslendinga og Færeyinga var borin saman í frétt fyrir átta árum og þar útskýrði Jørgen Niclasen, þá einnig fjármálaráðherra, hversvegna Færeyingar hefðu borað jarðgöng fyrir fimmtán manna byggð í Gásadal:


Tengdar fréttir

Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum

Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.