Segir Færeyjar verða stærri með göngum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2013 19:14 Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Þar eru engir malarvegir lengur. Og Færeyingar slá Íslendingum líka við í jarðgöngum, með nítján göngum, sem í vegalengd eru samtals 42 kílómetrar. Það er sexfalt lengra en Íslendingar hafa grafið á hvern íbúa, en tvenn göng eru undir sjó í Færeyjum og sautján í gegnum fjöll. Til samanburðar eru ellefu jarðgöng í íslenska vegakerfinu, vegalengdin er álíka og í Færeyjum, en Íslendingar eru hins vegar 6-7 sinnum fleiri. Engin toppa þó Gásadalsgöngin en þau sýndi fjármálaráðherra Færeyja stoltur tveimur íslenskum ráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur og Steingrími J. Sigfússyni, sem voru í heimsókn á dögunum. Göngin eru 1.500 metra löng og voru opnuð árið 2006 til að tengja byggð þar sem aðeins fimmtán manns bjuggu. Þegar Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, er spurður hversvegna mikilvægt hafi verið talið að grafa göng til Gásadals er svarið: „Það var til þess að gera landið okkar stærra. Gásadalur hefði dáið út ef við hefðum ekki gert þetta." Jörgen segir að göngin hafi verið eina lausnin til að bjarga byggðinni í Gásadal. Nú hafi íbúum fjölgað upp í þrjátíu og göngin opni jafnframt ferðamönnum aðgang að náttúruperlu. „Ef við hugsuðum bara um hagkvæmni ættu allir Færeyingar að búa á sama stað. Helst allir í sama húsi með eina rotþrot. En það viljum við ekki. Við viljum hafa stórt land. Þá er þessi perla of góð til að gleymast, sérstaklega ef við hugsum um ferðaþjónustu." En Færeyingar eru hvergir nærri hættir jarðgangagerð. Fimm göng til viðbótar eru á teikniborðinu, upp á samtals 45 kílómetra. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Þar eru engir malarvegir lengur. Og Færeyingar slá Íslendingum líka við í jarðgöngum, með nítján göngum, sem í vegalengd eru samtals 42 kílómetrar. Það er sexfalt lengra en Íslendingar hafa grafið á hvern íbúa, en tvenn göng eru undir sjó í Færeyjum og sautján í gegnum fjöll. Til samanburðar eru ellefu jarðgöng í íslenska vegakerfinu, vegalengdin er álíka og í Færeyjum, en Íslendingar eru hins vegar 6-7 sinnum fleiri. Engin toppa þó Gásadalsgöngin en þau sýndi fjármálaráðherra Færeyja stoltur tveimur íslenskum ráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur og Steingrími J. Sigfússyni, sem voru í heimsókn á dögunum. Göngin eru 1.500 metra löng og voru opnuð árið 2006 til að tengja byggð þar sem aðeins fimmtán manns bjuggu. Þegar Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, er spurður hversvegna mikilvægt hafi verið talið að grafa göng til Gásadals er svarið: „Það var til þess að gera landið okkar stærra. Gásadalur hefði dáið út ef við hefðum ekki gert þetta." Jörgen segir að göngin hafi verið eina lausnin til að bjarga byggðinni í Gásadal. Nú hafi íbúum fjölgað upp í þrjátíu og göngin opni jafnframt ferðamönnum aðgang að náttúruperlu. „Ef við hugsuðum bara um hagkvæmni ættu allir Færeyingar að búa á sama stað. Helst allir í sama húsi með eina rotþrot. En það viljum við ekki. Við viljum hafa stórt land. Þá er þessi perla of góð til að gleymast, sérstaklega ef við hugsum um ferðaþjónustu." En Færeyingar eru hvergir nærri hættir jarðgangagerð. Fimm göng til viðbótar eru á teikniborðinu, upp á samtals 45 kílómetra.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira