Segir Færeyjar verða stærri með göngum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2013 19:14 Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Þar eru engir malarvegir lengur. Og Færeyingar slá Íslendingum líka við í jarðgöngum, með nítján göngum, sem í vegalengd eru samtals 42 kílómetrar. Það er sexfalt lengra en Íslendingar hafa grafið á hvern íbúa, en tvenn göng eru undir sjó í Færeyjum og sautján í gegnum fjöll. Til samanburðar eru ellefu jarðgöng í íslenska vegakerfinu, vegalengdin er álíka og í Færeyjum, en Íslendingar eru hins vegar 6-7 sinnum fleiri. Engin toppa þó Gásadalsgöngin en þau sýndi fjármálaráðherra Færeyja stoltur tveimur íslenskum ráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur og Steingrími J. Sigfússyni, sem voru í heimsókn á dögunum. Göngin eru 1.500 metra löng og voru opnuð árið 2006 til að tengja byggð þar sem aðeins fimmtán manns bjuggu. Þegar Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, er spurður hversvegna mikilvægt hafi verið talið að grafa göng til Gásadals er svarið: „Það var til þess að gera landið okkar stærra. Gásadalur hefði dáið út ef við hefðum ekki gert þetta." Jörgen segir að göngin hafi verið eina lausnin til að bjarga byggðinni í Gásadal. Nú hafi íbúum fjölgað upp í þrjátíu og göngin opni jafnframt ferðamönnum aðgang að náttúruperlu. „Ef við hugsuðum bara um hagkvæmni ættu allir Færeyingar að búa á sama stað. Helst allir í sama húsi með eina rotþrot. En það viljum við ekki. Við viljum hafa stórt land. Þá er þessi perla of góð til að gleymast, sérstaklega ef við hugsum um ferðaþjónustu." En Færeyingar eru hvergir nærri hættir jarðgangagerð. Fimm göng til viðbótar eru á teikniborðinu, upp á samtals 45 kílómetra. Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjá meira
Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Þar eru engir malarvegir lengur. Og Færeyingar slá Íslendingum líka við í jarðgöngum, með nítján göngum, sem í vegalengd eru samtals 42 kílómetrar. Það er sexfalt lengra en Íslendingar hafa grafið á hvern íbúa, en tvenn göng eru undir sjó í Færeyjum og sautján í gegnum fjöll. Til samanburðar eru ellefu jarðgöng í íslenska vegakerfinu, vegalengdin er álíka og í Færeyjum, en Íslendingar eru hins vegar 6-7 sinnum fleiri. Engin toppa þó Gásadalsgöngin en þau sýndi fjármálaráðherra Færeyja stoltur tveimur íslenskum ráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur og Steingrími J. Sigfússyni, sem voru í heimsókn á dögunum. Göngin eru 1.500 metra löng og voru opnuð árið 2006 til að tengja byggð þar sem aðeins fimmtán manns bjuggu. Þegar Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, er spurður hversvegna mikilvægt hafi verið talið að grafa göng til Gásadals er svarið: „Það var til þess að gera landið okkar stærra. Gásadalur hefði dáið út ef við hefðum ekki gert þetta." Jörgen segir að göngin hafi verið eina lausnin til að bjarga byggðinni í Gásadal. Nú hafi íbúum fjölgað upp í þrjátíu og göngin opni jafnframt ferðamönnum aðgang að náttúruperlu. „Ef við hugsuðum bara um hagkvæmni ættu allir Færeyingar að búa á sama stað. Helst allir í sama húsi með eina rotþrot. En það viljum við ekki. Við viljum hafa stórt land. Þá er þessi perla of góð til að gleymast, sérstaklega ef við hugsum um ferðaþjónustu." En Færeyingar eru hvergir nærri hættir jarðgangagerð. Fimm göng til viðbótar eru á teikniborðinu, upp á samtals 45 kílómetra.
Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjá meira