Erlent

Lýsir áhyggjum af viðbúnaði Kínverja

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tsai Ing-wen, forseti Taívans.
Tsai Ing-wen, forseti Taívans. Vísir/EPA

Tsai Ing-wen, forseti Taívans, lýsti í dag áhyggjum af sífelldu flugi kínverska hersins nærri eyjunni og sagði það ógna öryggi á svæðinu. 

Forsetinn sagðist jafnframt hafa beðið varnarmálaráðuneytið um að vera í stöðugum samskiptum við nýjan Bandaríkjaforseta um stöðuna.

„Síðasta árið hafa æ fleiri herflugvélar komið yfir sundið og flogið inn í okkar lofthelgi. Þessar aðgerðir eru ekki til þess fallnar að auka á öryggi á svæðinu,“ sagði Tsai Ing-wen.


Tengdar fréttir

Halda heræfingar og vara við köldu stríði

Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×