Erlent

Fjórtán látnir eftir flóðbylgjuna á Indlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Talið er að allt 170 manns sé saknað eftir flóðbylgjuna.
Talið er að allt 170 manns sé saknað eftir flóðbylgjuna. National Disaster Response Force via AP

Björgunarmenn á vegum indverska hersins leita nú að fólki sem talið er að hafi lent í flóðbylgju sem framkallaðist þegar hluti af jökli brotnaði í Himalya-fjöllunum.

Fjórtán létust svo staðfest hafi verið en allt að 170 er saknað. Hamfarirnar áttu sér stað í héraðinu Uttarakhand í gærmorgun en þegar jökullinn brotnaði fór gríðarlegt magn af ís ofan í á sem rennur niður í dal og framkallaði flóðbylgjuna sem eirði engu.

Hún tók með sér fimm brýr á leiðinni og eyðilagði tugi heimila við árbakkann. Þá lenti hún á vatnsaflsvirkjun neðar í ánni og gjöreyðilagði hana auk þess sem önnur 500 megavatta virkjun neðar í ánni sem var í byggingu eyðilagðist líka.

Margir þeirra sem saknað er eru verkamenn sem unnu við virkjunina og er talið að hluti þeirra gæti verið á lífi í göngum sem verið var að grafa á svæðinu. Í gær tókst að bjarga tólf mönnum sem festust inni í öðrum göngum í nágrenninu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.