Toppliðin töpuðu óvænt bæði og Man City vann stórleik helgarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2021 16:45 Lauren Hemp tryggði City sigurinn með frábæru skallamarki. Catherine Ivill/Getty Images Chelsea og Manchester United töpuðu bæði mjög óvænt leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni kvenna megin í dag. Þá vann Manchester City stórleik helgarinnar er liðið lagði Arsenal á útivelli. Chelsea og Manchester United töpuðu bæði mjög óvænt leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni kvenna megin í dag. Þá vann Manchester City stórleik helgarinnar er liðið lagði Arsenal á útivelli. Chelsea hafði ekki tapað heimaleik í rúm tvö ár og Man Utd hafði farið ár án þess að tapa á heimavelli. Manchester United fékk Reading í heimsókn og tapaði óvænt 0-2. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Natasha Harding gestunum yfir um miðbik síðari hálfleiks og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 0-2 eftir að Danielle Carter tvöfaldaði forystu Reading. Fleiri urðu mörkin ekki og fór Reading með sigur af hólmi. Um var að ræða fyrsta tap Man Utd á heimavelli í rúmt ár. Leikur Chelsea og Brighton byrjaði af miklum krafti. Sam Kerr kom Chelsea yfir strax á fimmtu mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Aileen Whelan metin. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 78. mínútu þegar Megan Connolly skoraði sigurmarkið fyrir Brighton beint úr hornspyrnu. Wow! It's straight in from the corner by @MeganConnolly4! #BarclaysFAWSL pic.twitter.com/foVyTnu5cW— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) February 7, 2021 Lokatölur 1-2 og fyrsta tap Chelsea á heimavelli í rúm tvö ár staðreynd. Stórleikur helgarinnar var svo leikur Arsenal og Manchester City. Ellen White kom City yfir á 24. mínútu og leiddu gestirnir 1-0 í hálfleik. Caitlin Ford jafnaði metin fyrir Arsenal snemma í síðari hálfleik en Lauren Hemp tryggði City sigurinn með marki þegar tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-1 City í vil í hörkuleik. What a header by Lauren Hemp! @Chloe_Kelly98 puts in a pinpoint cross and that's a HUGE goal in the #BarclaysFAWSL title race! pic.twitter.com/jaG1iJBRz4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) February 7, 2021 Staðan á toppi deildarinnar er einkar jöfn en Chelsea og Man United eru bæði með 32 stig en United leikið leik meira. Man City kemur þar á eftir með 23 stig með leik til góða á City og tvo á Man Utd. Arsenal er svo í fjórða sæti með 23 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira
Chelsea og Manchester United töpuðu bæði mjög óvænt leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni kvenna megin í dag. Þá vann Manchester City stórleik helgarinnar er liðið lagði Arsenal á útivelli. Chelsea hafði ekki tapað heimaleik í rúm tvö ár og Man Utd hafði farið ár án þess að tapa á heimavelli. Manchester United fékk Reading í heimsókn og tapaði óvænt 0-2. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Natasha Harding gestunum yfir um miðbik síðari hálfleiks og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 0-2 eftir að Danielle Carter tvöfaldaði forystu Reading. Fleiri urðu mörkin ekki og fór Reading með sigur af hólmi. Um var að ræða fyrsta tap Man Utd á heimavelli í rúmt ár. Leikur Chelsea og Brighton byrjaði af miklum krafti. Sam Kerr kom Chelsea yfir strax á fimmtu mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Aileen Whelan metin. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 78. mínútu þegar Megan Connolly skoraði sigurmarkið fyrir Brighton beint úr hornspyrnu. Wow! It's straight in from the corner by @MeganConnolly4! #BarclaysFAWSL pic.twitter.com/foVyTnu5cW— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) February 7, 2021 Lokatölur 1-2 og fyrsta tap Chelsea á heimavelli í rúm tvö ár staðreynd. Stórleikur helgarinnar var svo leikur Arsenal og Manchester City. Ellen White kom City yfir á 24. mínútu og leiddu gestirnir 1-0 í hálfleik. Caitlin Ford jafnaði metin fyrir Arsenal snemma í síðari hálfleik en Lauren Hemp tryggði City sigurinn með marki þegar tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-1 City í vil í hörkuleik. What a header by Lauren Hemp! @Chloe_Kelly98 puts in a pinpoint cross and that's a HUGE goal in the #BarclaysFAWSL title race! pic.twitter.com/jaG1iJBRz4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) February 7, 2021 Staðan á toppi deildarinnar er einkar jöfn en Chelsea og Man United eru bæði með 32 stig en United leikið leik meira. Man City kemur þar á eftir með 23 stig með leik til góða á City og tvo á Man Utd. Arsenal er svo í fjórða sæti með 23 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira