Erlent

Greene vikið úr nefndum bandaríska þingsins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana, er vægast sagt umdeild.
Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana, er vægast sagt umdeild. Getty/Alex Wong

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað í gærkvöldi að refsa þingmanni Repúblikana í deildinni, Marjorie Taylor Greene, með því að reka hana úr þeim tveimur nefndum sem hún hafði verið skipuð í.

Greene, sem er ný á þingi, hefur vakið mikla athygli að undanförnu en hún hefur síðustu misserin tekið undir margvíslegar samsæriskenningar á borð við Qanon.

Þá urðu alræmd ummæli hennar um að árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi verið sviðsettar og sama hefur hún sagt um fjöldamorð í skólum. Hún þykir afar hægrisinnuð í skoðunum og er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump.

Demókratar á þinginu vildu fjarlægja hana úr nefndunum og þar sem þeir eru í meirihluta í fulltrúadeildinni tókst þeim það.

Greene er þó einnig umdeild innan eigin flokks og ellefu Repúblikanar kusu með tillögunni í gær. Fyrr í gær gaf Greene út yfirlýsingu þar sem hún sagðist sjá eftir öllum þessum óábyrgu ummælum, en hún gekk þó ekki svo langt að biðjast afsökunar á þeim.

Það er afar sjaldgæft að meðlimir úr öðrum flokki hlutist svona til um stöðu andstæðinga sinna en í vikunni höfðu Repúblikanar sjálfir ákveðið að aðhafast ekki í málum Greene.


Tengdar fréttir

Sér eftir stuðningi við QAnon

Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.