Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 07:55 Marjorie Taylor Greene sést hér yfirgefa skrifstofu sína í þinghúsinu í gær. Getty/Tasos Katopodis Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. Bæði Demókratar og þingmenn úr röðum Repúblikana hafa krafist þess að Greene víki úr öllum nefndum á vegum þingsins sem hún á sæti í vegna umdeildra ummæla hennar en hún þykir afar öfgafull í skoðunum. Greene segist meðal annars aðhyllast samsæriskenningar Qanon og þá hefur hún látið ýmis orð falla á samfélagsmiðlum sem vakið hafa óhug. Repúblikanar ákváðu á fundi sínum í gær að víkja henni ekki úr þingnefndum. Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, sagðist hneykslaður á ummælum Greene, en benti á að þau hefði hún látið falla áður en hún tók sæti á þinginu. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir kröfuna verða tekna fyrir í þinginu með formlegum hætti. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til þess að nái fram að ganga og þar sem Demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni má ætla að Greene verði vikið úr nefndunum. Krafan verður tekin fyrir í dag að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Það eru síðan hægrisinnaðir Repúblikanar á þinginu sem vildu víkja Cheney úr leiðtogahlutverki hennar úr flokknum. Hún var einn fárra Repúblikana sem greiddu atkvæði með því að ákæra Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Það hefur vakið mikla reiði meðal öfgafullra íhaldsmanna í Repúblikanaflokknum sem vilja ekki sjá Cheney í leiðtogahlutverki innan flokksins vegna þessa. Þá hefur hún einnig verið óhrædd við að gagnrýna Trump opinberlega sem hefur ýft fjaðrirnar á stuðningsmönnum hans. Bandaríkin Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bæði Demókratar og þingmenn úr röðum Repúblikana hafa krafist þess að Greene víki úr öllum nefndum á vegum þingsins sem hún á sæti í vegna umdeildra ummæla hennar en hún þykir afar öfgafull í skoðunum. Greene segist meðal annars aðhyllast samsæriskenningar Qanon og þá hefur hún látið ýmis orð falla á samfélagsmiðlum sem vakið hafa óhug. Repúblikanar ákváðu á fundi sínum í gær að víkja henni ekki úr þingnefndum. Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, sagðist hneykslaður á ummælum Greene, en benti á að þau hefði hún látið falla áður en hún tók sæti á þinginu. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir kröfuna verða tekna fyrir í þinginu með formlegum hætti. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til þess að nái fram að ganga og þar sem Demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni má ætla að Greene verði vikið úr nefndunum. Krafan verður tekin fyrir í dag að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Það eru síðan hægrisinnaðir Repúblikanar á þinginu sem vildu víkja Cheney úr leiðtogahlutverki hennar úr flokknum. Hún var einn fárra Repúblikana sem greiddu atkvæði með því að ákæra Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Það hefur vakið mikla reiði meðal öfgafullra íhaldsmanna í Repúblikanaflokknum sem vilja ekki sjá Cheney í leiðtogahlutverki innan flokksins vegna þessa. Þá hefur hún einnig verið óhrædd við að gagnrýna Trump opinberlega sem hefur ýft fjaðrirnar á stuðningsmönnum hans.
Bandaríkin Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira