Erlent

Sér eftir stuðningi við QAnon

Sylvía Hall skrifar
Marjorie Taylor Greene.
Marjorie Taylor Greene. Tasos Katopodis/Getty

Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember.

Greene hefur sagst aðhyllast samsæriskenningar QAnon, en samkvæmt þeim er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin.

„Ég trúði hlutum sem voru ekki sannir og ég sé eftir því,“ sagði þingkonan, en þingið greiðir nú atkvæði um hvort víkja eigi henni úr nefndum á vegum þingsins. Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn henni.

Sagði hún fjölmiðla einnig bera ábyrgð á því að „dreifa lygum“ en hún sjái eftir þeim samsæriskenningum sem hún sagðist trúa áður. Til að mynda „trúi hún“ að árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi átt sér stað, en ekki að þær hafi verið sviðsettar líkt og hún gerði áður.

„Þetta voru orð fortíðarinnar. Þetta er ekki lýsandi fyrir mig.“

McConnell ósáttur 

Umdeildar fullyrðingar Greene eru ekki það eina sem hafa vakið athygli undanfarið. Á samfélagsmiðlum fór í dreifingu myndband af þingkonunni, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir skotárásina í Stoneman Douglas skólanum, þar sem hún sést elta einn nemanda skólans og áreita hann.

Sautján létu lífið í árásinni og beittu nemendur sér fyrir harðari vopnalöggjöf í kjölfar árásarinnar. Greene sakaði drenginn um að vera lygara, leikara og heigul og sagðist sjálf vera vopnuð. Drengurinn, David Hogg, var ekki orðinn átján ára gamall þegar myndbandið var tekið upp.

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar væri krabbamein, bæði fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá McConnell, þar sem hann nefndi hana þó ekki á nafn.

Þrátt fyrir að nafn hennar hafi ekki komið fram ákvað hún að svara yfirlýsingunni á Twitter-síðu sinni. Sagði hún „hið raunverulega krabbamein“ vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn.


Tengdar fréttir

Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.