Sér eftir stuðningi við QAnon Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 19:32 Marjorie Taylor Greene. Tasos Katopodis/Getty Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. Greene hefur sagst aðhyllast samsæriskenningar QAnon, en samkvæmt þeim er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. „Ég trúði hlutum sem voru ekki sannir og ég sé eftir því,“ sagði þingkonan, en þingið greiðir nú atkvæði um hvort víkja eigi henni úr nefndum á vegum þingsins. Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn henni. Sagði hún fjölmiðla einnig bera ábyrgð á því að „dreifa lygum“ en hún sjái eftir þeim samsæriskenningum sem hún sagðist trúa áður. Til að mynda „trúi hún“ að árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi átt sér stað, en ekki að þær hafi verið sviðsettar líkt og hún gerði áður. „Þetta voru orð fortíðarinnar. Þetta er ekki lýsandi fyrir mig.“ McConnell ósáttur Umdeildar fullyrðingar Greene eru ekki það eina sem hafa vakið athygli undanfarið. Á samfélagsmiðlum fór í dreifingu myndband af þingkonunni, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir skotárásina í Stoneman Douglas skólanum, þar sem hún sést elta einn nemanda skólans og áreita hann. Sautján létu lífið í árásinni og beittu nemendur sér fyrir harðari vopnalöggjöf í kjölfar árásarinnar. Greene sakaði drenginn um að vera lygara, leikara og heigul og sagðist sjálf vera vopnuð. Drengurinn, David Hogg, var ekki orðinn átján ára gamall þegar myndbandið var tekið upp. .@mtgreenee, is this you harassing @davidhogg111 weeks after the Parkland shooting, that my daughter was killed in & he was in? Calling him a coward for ignoring your insanity. I will answer all of your questions in person. Get ready to record again.pic.twitter.com/aQjL74x7kh— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) January 27, 2021 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar væri krabbamein, bæði fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá McConnell, þar sem hann nefndi hana þó ekki á nafn. Þrátt fyrir að nafn hennar hafi ekki komið fram ákvað hún að svara yfirlýsingunni á Twitter-síðu sinni. Sagði hún „hið raunverulega krabbamein“ vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn. The real cancer for the Republican Party is weak Republicans who only know how to lose gracefully.This is why we are losing our country.— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) February 2, 2021 Bandaríkin Tengdar fréttir Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Greene hefur sagst aðhyllast samsæriskenningar QAnon, en samkvæmt þeim er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. „Ég trúði hlutum sem voru ekki sannir og ég sé eftir því,“ sagði þingkonan, en þingið greiðir nú atkvæði um hvort víkja eigi henni úr nefndum á vegum þingsins. Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn henni. Sagði hún fjölmiðla einnig bera ábyrgð á því að „dreifa lygum“ en hún sjái eftir þeim samsæriskenningum sem hún sagðist trúa áður. Til að mynda „trúi hún“ að árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi átt sér stað, en ekki að þær hafi verið sviðsettar líkt og hún gerði áður. „Þetta voru orð fortíðarinnar. Þetta er ekki lýsandi fyrir mig.“ McConnell ósáttur Umdeildar fullyrðingar Greene eru ekki það eina sem hafa vakið athygli undanfarið. Á samfélagsmiðlum fór í dreifingu myndband af þingkonunni, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir skotárásina í Stoneman Douglas skólanum, þar sem hún sést elta einn nemanda skólans og áreita hann. Sautján létu lífið í árásinni og beittu nemendur sér fyrir harðari vopnalöggjöf í kjölfar árásarinnar. Greene sakaði drenginn um að vera lygara, leikara og heigul og sagðist sjálf vera vopnuð. Drengurinn, David Hogg, var ekki orðinn átján ára gamall þegar myndbandið var tekið upp. .@mtgreenee, is this you harassing @davidhogg111 weeks after the Parkland shooting, that my daughter was killed in & he was in? Calling him a coward for ignoring your insanity. I will answer all of your questions in person. Get ready to record again.pic.twitter.com/aQjL74x7kh— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) January 27, 2021 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar væri krabbamein, bæði fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá McConnell, þar sem hann nefndi hana þó ekki á nafn. Þrátt fyrir að nafn hennar hafi ekki komið fram ákvað hún að svara yfirlýsingunni á Twitter-síðu sinni. Sagði hún „hið raunverulega krabbamein“ vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn. The real cancer for the Republican Party is weak Republicans who only know how to lose gracefully.This is why we are losing our country.— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) February 2, 2021
Bandaríkin Tengdar fréttir Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59